Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 45
Helgi Hallgrímsson
Skriðuföll í Fljótsdal
Fljótsdalur er þekktur fyrir miklar
jarðvegsskriður, sem þar hafa orðið
síðustu aldirnar, einkum í Suður-
dalnum. Úrkoma getur orðið geysimikil í
Fljótsdal, einkum í austan og suðaustan
veðrum. Vegna mikils uppblásturs á
öræfunum vestur og norðvestur af dalnum
hefur jarðvegsþykknun orðið ör síðustu
aldir, og þarmeð hefur hættan á jarðvegs-
skriðum stöðugt farið vaxandi, eins og
dæmin sanna. Hin snarbröttu klettafjöll eiga
líka sinn þátt í þessu. Mun óvíða á Islandi
vera eins skriðuhætt og í afdölum
Fljótsdals. A.m.k. einn bær rná teljast
óbyggilegur af þeim sökum og tveir eða þrír
aðrir í verulegri hættu. Hér verður stiklað á
stóru í skriðufallasögu dalsins, en einkum
sagt frá skriðuföllum sem orðið hafa á
síðasta áratug.
Fyrri skriðuföll í Fljótsdal
Á Austurlandi eru nú aðeins tveir bæir
með nafninu Skriða. Er annar í Breiðdal, en
hinn í Fljótsdal, og heitir nú fullu nafni
Skriðuklaustur (í daglegu tali Klaustur).
Nafnaukann fékk bærinn þegar þar var
1. mynd. Aursbiða í Valþjófsstaðateig í mynni
Norðurdals, sem féll í byrjun maí 1990, rétt hjá
þeim stað sem fyrstu virkjunargöngin voru grafln
inn í fjallið árið eftir. Myndin var tekin af
greinarhöfundi 2. ágúst 1990.
stofnað klaustur, um aldamótin 1500.
Líklega var þriðji bærinn með þessu nafni í
Skriðdal (Jón Hrólfsson 1990), en er nú
fyrir löngu fallinn úr byggð og týndur.
Trúlegt er að Skriða í Fljótsdal hafi fengið
nafn af skriðuhlaupi, enda kom það í ljós
við byggingu Gunnarshúss, að þar er
skriðujarðvegur. Hins vegar þekki ég engar
heimildir um skriðföll á Skriðuklaustri,
enda er nú orðinn lítill jarðvegur í fjallinu til
að hlaupa. Hefur hann máske eyðst fljótlega
eftir að skógur eyddist úr fjallinu.
í bók Ólafs Jónssonar, ráðunauts frá
Freyshólum, Skriðuföll og snjóflóð, I. bindi
(1957) er greint frá helstu skriðuföllum í
Fljótsdal fram til ársins 1955. Oftast er
getið um skriður á Víðivallabæjum, og á
Múlabæjum sitt hvoru megin í Múlanum,
einnig í Valþjófsstaðafjalli.
Elsta heimild um skriðuhlaup í Fljótsdal
er í Fljótsdœla sögu, sem talin er rituð á 15.
eða 16. öld. Segir þar að skriða hafi fallið á
bæinn á Glúmsstöðum (nú Glúmsst. I) í
Norðurdal og fólkið farist, nema þrjár
manneskjur sem voru í fjósi. Eru munnmæli
um að bærinn hafi staðið á Háaleiti, utan
við núverandi bæ, en þar er gömul
skriðubunga. Trúlega er þetta orðum aukið.
Árið 1663 er greint frá því í annálum að
bærinn Viðivellir fremri hafi nær eyðilagst
af skriðuhlaupum og fólk bjargast
43