Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 11
Sigiirður Ragnarsson
Hjörleifur Þórðarson
prófastur á Valþjófsstað
Lauslega reiknað eru niðjar séra Hjör-
leifs Þórðarsonar óteljandi, einkum á
Austurlandi. Það var oft stórvaxið
myndarfólk, vel lagið til búskapar, margt
vel efinað, ekki örlátt sumt og flest með rík
ættareinkenni, eða svo sagði Einar Jónsson
prófastur á Hofi í Vopnafirði.1
Hjörleifur fæddist 21.4.1695 og ólst upp
í Alftafirði, sonur Þórðar búanda Þor-
varðarsonar, f. 1661,2 og konu hans, Sig-
ríðar Hjörleifsdóttur, f. 1660.3 Þau voru öll
á Starmýri við manntal 1703, en sem ungur
maður þjónaði Hjörleifur líklega á Felli í
Suðursveit, hjá ísleifi sýslumanni Einars-
syni.4 Hér skal sagt svolítið frá séra Hjör-
leifi og framætt hans, en karllegg hennar
má gera að álitum.
Séra Guðmundur Ormsson á Stafafelli í
Lóni dó í bólu 1707, sem var afar mannskæð.
Brauðið fékk séra Guðmundur Magnússon.
Hann kom 1708 frá Þvottá, sem biskupi
Finni reiknaðist vera fátækasta brauð í
Skálholtsbiskupsdæmi,5 Prestsekla var og
* Ættir Austfirðinga, nr. 6239.
2 Ibidem, nr. 6059.
3 Ibidem, nr. 6238.
4 Blanda I, bls. 10 [Sögurit XVII].
auðvelt að gegna Þvottá frá Hofi, svo að Jón
biskup Vídalín ákvað að gera sóknina að
annexíu þaðan. Ef til vill þekkti hann
vandræðamál frá 1635, þegar séra Eiríkur
Hallsson á-Þvottá6 þótti svo fátækur, að
kirkjukúgildin væru í lífsháska, og höfuðs-
maður skipaði að setja hann af. Vinir og
frændur gengu loks í ábyrgð, hver fyrir sínu
kúgildi. Böm séra Eiríks voru fóstruð hér og
hvar. Þar á meðal sat Brynjólfúr biskup
Sveinsson uppi með kímilegan bragða
kompán, Þorlák,7 sem 1666 varð eftirmaður
föður síns. Biskup gat sjálfur orðið ábyrgur
fyrir skuldum, ef illa tókst til með kúgildi,
því að hann hafði eftirlitsskyldu.
Um sinn gegndi séra Guðmundur
Högnason á Hofi nýju útkirkjunni vand-
ræðalaust. En biskup hafði gleymt Friðriki
IV konungi, sem barst þessi tilhögun til
eyrna. Hann vildi veg Þvottár mikinn, að
ætla má, og sendi 23.9. 1712 út bréf, að
sóknirnar skyldi aftur aðskilja og sinn prest-
ur þjóna hvorri fyrir sig.8 Friðrik rngtede
5 Finnur Jónsson: Historia Ecclesiastica Islandiœ, tomus
III, bls. 502nn. Havniæ 1785.
^ Ættir Austfirðinga, nr. 5791.
7 Rask 55 4to 55.
8 Ibide.
9