Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 62
Múlaþing
Vaðbrekka og segir að sumir ætli að það séu
Leikskálar. Þetta forna bæjarstæði liggur
vestan við Hölkná, fyrir ofan flóann sem er
í Heiðinni beint austur frá Vaðbrekku, þar
sem Skálalækurinn fellur í gili fram af
Skálatorfunum. Þetta bæjarstæði verður hér
kallað Skál.5 Halldór nefnir einnig menjar
sels á Dysjarárdal þar sem heitir Hnita-
sporður. Sú rúst er fundin og er kölluð
Tóft/Dysjarárdal.6
Umfjöllun Halldórs Stefánssonar 1970
Halldór ritaði síðar grein sem birtist í
Múlaþingi um fornbýli og eyðibýli í
Múlasýslum. Nöfn fornbýla sem hann telur
í Hrafnkelsdal eru þessi: Höfði, Múli,
Múlakot, Mýri, Mýrarhjáleiga, Þrándar-
staðir, Grænhóll, Húsastaðir, Aðalból,
Steinröðarstaðir, Sámsstaðir, Blesastaðir,
Laugarhús, Þórisstaðir, Hóll (Þorbjarnar-
hóll, Tobbhóll) og Leikskálar. „Á tveimur
þessara býla eru núverandi bæir, Aðalból og
Vaðbrekka,“ segir Halldór, en getur þess
ekki á hvaða fornbýli Vaðbrekkubærinn
hafi verið reistur. Samkvæmt röð nafnanna
hér að ofan hefði það átt að vera Mýri.
Halldór nefnir einnig bæjarrúst í
Mógilshálsi utan við Hölkná sem hann
kallar Mógil eftir umhverfinu.7 Sigurður
Vigfússon mun hafa lýst þessari sömu rúst
áður.8
Hugsanlegar breytingar á örnefnum
frá fornu fari
í fyrri grein sinni nefnir Halldór
Stefánsson örnefnið Reykjasel úr Hrafnkels
5 Halldór Stefánsson 1948, 148.
6 Halldór Stefánsson 1948, 160.
7 Halldór Stefánsson 1970, 177.
8 Sigurður Vigfússon 1893.
9 Halldór Stefánsson 1948, 157.
sögu og telur það vera gegnt Vaðbrekku
vestan Vaðbrekkuháls, þ.e. vestur við
Jökulsá undir eða rétt utan við Hitahnúk,9
og hefur það eftir Sigurði Gunnarssyni.10
Staðkunnugir menn telja óhugsandi að
Einar Þorbjarnarson, smalamaður Hrafn-
kels Freysgoða, hafi farið alla leið út að
Hitahnúk á Jökuldal til að leita að kvíaám
sem týnst höfðu inni á Grjótteigsseli ...enda
segir svo í sögunni, að hann ríður „... vestur
með jöklunum þar sem Jökulsá fellur undan
þeim, svo ofan með ánni til Reykjasels.“
Þegar þangað kom var kominn miður aftan.
Nokkru síðar segir: „Einari kom það nú í
hug að honum mun mál heim og reka það
heim fyrst sem heima var þó að hann fyndi
hitt eigi. Reið hann þá austur yfir hálsa í
Hrafnkelsdal. En er hann kemur ofan að
Grjótteigi heyrir hann sauðajarm fram með
gilinu ..“n
Sigurður Vigfússon segir að leið sú sem
Einar smalamaður fór á Freyfaxa muni ekki
hafa verið meira en 24 tíma ferð fyrir
gangandi mann, rösklega gengið, að sögn
kunnugra manna.12 Þessir staðkunnugu
menn geta ekki hafa ætlað gangandi manni
að fara inn til jökla, þaðan niður með
Jökulsá allt út að Hitahnúk og síðan inn á
Þuríðarstaðadal á 24 tímum. Viðmiðun
þeirra bendir til að þeir hafi talið Reykjasel
vera við Jökulsá í Hálsi, vestur af
Grjótteigsseli.
Líklega hafa síðari tíma menn gleymt
því hvar hið gamla Reykjasel* var en
„fundið það“ síðar úti við Hitahnúk. Þá
gætu hafa sést þar grónar rústir við heita
10 Sigurður Gunnarsson 1886, 456. Hann segir Reykjasel „á
móts við Reykjará.“
* 1 Hrafnkels saga.
12 Sigurður Vigfósson 1893, 39.
60