Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 35
Smálegt um Aldamótabókina
vantaði okkur kannski til þess allar
forsendur svo sem sóknarnefndir, safnaðar-
fundi og fleira.
Skal nú vikið að söngtöflunum sem eru
aðaltilefni þessarar samantektar. Strax og
farið var að velja sálma fyrir hverja
guðsþjónustu var nauðsynlegt að setja upp
söngtöflur í kirkjunum svo að allir gætu séð
hvað syngja ætti í messunni. Notkun
taflanna þvældist reyndar fyrir sóknarfólki
vegna slakrar lestrarkunnáttu. En
útgefendur sálmabókarinnar voru stað-
ráðnir í að fylgja breytingunni fast eftir.
í formálanum mæla þeir svo fyrir að
kirkjuhaldari sjái um smíði söngtaflanna og
upphengingu í kirkjunni, enda væru þær
hluti af inventari hennar. Skyldi þeim valinn
áberandi staður svo að allir sæju hvaða
sálmar yrðu sungnir í messunni. Ekki
virðist hvarfla að forvígismönnunum að
kirkjan kaupi sálmabækur - þær átti
sóknarfólk að kaupa sjálft og hafa með sér
til guðsþjónustu. Hélst sá siður víða hér á
landi fram yfir miðja 20. öld eða þar til
kirkjukórar voru stofnaðir og tóku að æfa
söng fyrir kirkjulegar athafnir.
En hvernig átti nú þessi nýi kirkjugripur
söngtaflan að líta út? 1 mörgum dönskum
kirkjum var fest upp svartmáluð tafla og
sálmanúmerin rituð á hana með hvítri krít.4
Slíkar töflur voru settar upp í nokkrum
íslenskum kirkjum og eru sums staðar
notaðar enn, svo sem í kirkjunni í Berunesi
í Suður-Múlasýslu og .víðar. Flestar
íslenskar söngtöflur voru þó veglegri. En
hvernig sem hönnun þeirra var háttað var
við margvíslegan annan vanda að etja eins
og skýrt kemur fram í formála
Aldamótabókarinnar.
Sem fyrr getur hamlaði ólæsi
Balle biskup.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands
breytingunni því stór hluti kirkjugesta
þekkti ekki tölustafi, kunni ekki stafrófið,
gat ekki flett upp í registri og sumir voru
algjörlega ólæsir. Nýmælið kom því upp um
fáfræði fólks, en það hefur eflaust gert
mörgum kirkjugesti gramt í geði og vakið
andúð hans á nýbreytninni jafnvel meiri en
menn hafa áttað sig á. Er því fróðlegt að
lesa hvað dómstjórinn og biskupinn hafa
um þetta að segja:
„En þá verður nú spurningin: hvörninn fær
söfnuðurinn að vita og getur fundið hvað
syngja á sérhvern messudag? Að geta fundið
hvern sálm, þegar maður veit hans upphaf eða
nr., þar til útheimtist ei annað en að lesandi
maður, (og aðrir geta ei sungið á bók, þó allir
sjáandi eigi nú lesandi að vera) fletti sálminum
4 Andreas Malling, Dansk salmehistorie, VIII. bind, Kobenhavn 1978, bls. 308
33