Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 149
Undir Fellaheiði 1703-2003
Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 30. júlí 1851
var fá ár í Refsmýri. Giftist Guðjóni
Víglundssyni, sem var vinnumaður þar eitt
ár. Bjuggu á Litlasteinsvaði í Tungu. Börn
þeirra voru Sigurjón bóndi í Kolsstaðagerði
á Völlum og Guðný, sem giftist Bjarna
(6408) Gíslasyni úr Fljótsdal.
Guðný Halla (1278) Sigurðardóttir f. 3.
apríl 1853 eignaðist drenginn Pál Benja-
mínsson árið, sem hún kom í Refsmýri. Var
10 ár vinnukona á ýmsum bæjum í Fellum,
síðast í Meðalnesi. Þar var vinnumaður
Helgi Jakobsson, f. í Fossárdal í Berufirði
1857. Þau giftust í Meðalnesi 1888 en fóru í
vinnumennsku að Arnheiðarstöðum í
Fljótsdal árið eftir. Eignuðust eina dóttur,
sem hét Jónína Sigurbjörg. Páll
Benjamínsson ólst upp með móður sinni og
stjúpa á Arnheiðarstöðum. Þar lést Guðný
Halla árið 1901. Páll fór þaðan til Djúpa-
vogs 1903 og var þar kennari en fluttist
1910 til Fáskrúðsijarðar og bjó þar til
æviloka 1941. Var búfræðingur frá
Olafsdal. Atti konu af norskum ættum
(Kennaratal). Jónína Sigurbjörg fór til
Djúpavogs 1904 og mun hafa flust þaðan til
Noregs nokkru síðar.
Helgi Jakobsson þraukaði áfram á
Arnheiðarstöðum en þegar Sigríður Sigfús-
dóttir hætti búskap þar 1940, fluttist hann í
Kollsstaðagerði til Sigurjóns Guðjónssonar.
Eftir fimm ár fór hann til Hallgríms Helga-
sonar og Laufeyjar Ólafsdóttur, sem þá
höfðu byggt nýbýlið Droplaugarstaði í landi
Arnheiðarstaða. Þar lést hann árið 1954.
Vantaði hann þá þrjú ár til að hafa lifað
heila öld.
En eftir lát Sigurbjargar Pálsdóttur tók
Hallur Hallsson saman við Sigurveigu
Jónasdóttur, sem var vinnukona í Fellum.
Þau fluttust út í Hlíð og eignuðust fjórar
dætur. Fóru til Ameríku 1890 frá Grófarseli
með þrjár þeirra kornungar en ein varð eftir.
Guðrún Sigurðardóttir með sonum sínum Guðfinni
og Sigurði.
Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands
Hún hét Solveig og varð húsmóðir í
Grófarseli og síðar í Ármótaseli í Jökuldals-
heiði.
Guðrún Sigurðardóttir (1277) f. 18.
desember 1855 kom í Fell ári fyrr en
fjölskylda hennar. Varð vinnukona hjá
Þuríði (1262) föðursystur sinni og Oddi
Hildibrandssyni í Meðalnesi. Eftir lát
Þuríðar var Guðrún ráðskona hjá Oddi, sem
þá bjó á Miðhúsaseli, afbýli frá Meðalnesi.
Þau eignuðust son, Guðfinn, sem lengi var
ráðsmaður hjá Þóreyju Brynjólfsdóttur á
Skeggjastöðum. Hann fæddist 1894 en lést
árið 1973. Afi hans Hildibrandur Þor-
varðarson fæddist árið 1776 og var því barn
í Móðuharðindum. Samtals náðu þessir þrír
ættliðir 197 árum.
Árið 1886 eignaðist Guðrún son með
Jóhanni Frímanni (2099) Jónssyni tóvinnu-
stjóra á Ormarsstöðum (Sjá Múlaþing 16.
bindi, bls.38-43). Hann hét Sigurður og bjó
147
L