Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 149

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 149
Undir Fellaheiði 1703-2003 Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 30. júlí 1851 var fá ár í Refsmýri. Giftist Guðjóni Víglundssyni, sem var vinnumaður þar eitt ár. Bjuggu á Litlasteinsvaði í Tungu. Börn þeirra voru Sigurjón bóndi í Kolsstaðagerði á Völlum og Guðný, sem giftist Bjarna (6408) Gíslasyni úr Fljótsdal. Guðný Halla (1278) Sigurðardóttir f. 3. apríl 1853 eignaðist drenginn Pál Benja- mínsson árið, sem hún kom í Refsmýri. Var 10 ár vinnukona á ýmsum bæjum í Fellum, síðast í Meðalnesi. Þar var vinnumaður Helgi Jakobsson, f. í Fossárdal í Berufirði 1857. Þau giftust í Meðalnesi 1888 en fóru í vinnumennsku að Arnheiðarstöðum í Fljótsdal árið eftir. Eignuðust eina dóttur, sem hét Jónína Sigurbjörg. Páll Benjamínsson ólst upp með móður sinni og stjúpa á Arnheiðarstöðum. Þar lést Guðný Halla árið 1901. Páll fór þaðan til Djúpa- vogs 1903 og var þar kennari en fluttist 1910 til Fáskrúðsijarðar og bjó þar til æviloka 1941. Var búfræðingur frá Olafsdal. Atti konu af norskum ættum (Kennaratal). Jónína Sigurbjörg fór til Djúpavogs 1904 og mun hafa flust þaðan til Noregs nokkru síðar. Helgi Jakobsson þraukaði áfram á Arnheiðarstöðum en þegar Sigríður Sigfús- dóttir hætti búskap þar 1940, fluttist hann í Kollsstaðagerði til Sigurjóns Guðjónssonar. Eftir fimm ár fór hann til Hallgríms Helga- sonar og Laufeyjar Ólafsdóttur, sem þá höfðu byggt nýbýlið Droplaugarstaði í landi Arnheiðarstaða. Þar lést hann árið 1954. Vantaði hann þá þrjú ár til að hafa lifað heila öld. En eftir lát Sigurbjargar Pálsdóttur tók Hallur Hallsson saman við Sigurveigu Jónasdóttur, sem var vinnukona í Fellum. Þau fluttust út í Hlíð og eignuðust fjórar dætur. Fóru til Ameríku 1890 frá Grófarseli með þrjár þeirra kornungar en ein varð eftir. Guðrún Sigurðardóttir með sonum sínum Guðfinni og Sigurði. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands Hún hét Solveig og varð húsmóðir í Grófarseli og síðar í Ármótaseli í Jökuldals- heiði. Guðrún Sigurðardóttir (1277) f. 18. desember 1855 kom í Fell ári fyrr en fjölskylda hennar. Varð vinnukona hjá Þuríði (1262) föðursystur sinni og Oddi Hildibrandssyni í Meðalnesi. Eftir lát Þuríðar var Guðrún ráðskona hjá Oddi, sem þá bjó á Miðhúsaseli, afbýli frá Meðalnesi. Þau eignuðust son, Guðfinn, sem lengi var ráðsmaður hjá Þóreyju Brynjólfsdóttur á Skeggjastöðum. Hann fæddist 1894 en lést árið 1973. Afi hans Hildibrandur Þor- varðarson fæddist árið 1776 og var því barn í Móðuharðindum. Samtals náðu þessir þrír ættliðir 197 árum. Árið 1886 eignaðist Guðrún son með Jóhanni Frímanni (2099) Jónssyni tóvinnu- stjóra á Ormarsstöðum (Sjá Múlaþing 16. bindi, bls.38-43). Hann hét Sigurður og bjó 147 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.