Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 90
Múlaþing
meðgjöf frá honum með börnunum eru
harla litlar heimildir, en þó er til bréf frá
Metúsalem Arnasyni hreppstjóra í Vopna-
firði, skrifað á Bustarfelli 10. apríl 1828,
hvar fram kemur að Bergur hefur borgað
með barni sínu (Ragnhildi) árið 1825, 8
ríkisdali og og 3 spesíur, og sé það allt sem
hann hefur borgað til þess tíma er bréfið er
skrifað. (Upplýsingar frá Sigurjóni Bjarna-
syni Egilsstöðum). Hvort hann hefur
einhvern tíma borgað meira veit ég ekki en
þar sem grunur leikur á að hann hafi verið
sínkur á fé liggur beinast við að álykta að
hann muni ekki hafa verið útausandi á
meðgjöf með þessum börnum sínum, og
máske kært sig kollóttan þó hrepparnir yrðu
að hlaupa undir bagga. Einnig er hægt að
láta sér detta í hug að hann hafi ef til vill
ekki verið hinn rétti faðir barnanna, heldur
hafi hann gengist við þeim fyrir einhverja
góðbændur og fengið peninga fyrir. Raunar
er furðulegt artarleysi sumra þessara
manna, sem áttu börn með vinnukonum, þar
sem þeir eflaust vissu mætavel að slíkt kom
niður á þeirra eigin börnum.
Segja má að Oddný og Bergur væru af
líkum stigum, en Oddný þó tveim til þrem
árum eldri, og bæði höfðu alist upp á
hrakningi, svo þess vegna hefðu þau átt að
geta tekið saman. Vera má að Bergur hafi þá
verið orðinn hugfanginn af öðrum hlutum,
sem sé að safna fjármunum, og hafi kært
sig kollóttan um félagsskap í fátækt, sem
hjúskapur var oft efnalausu fólki, og svo
rnikið er víst að mörg ár liðu áður en hann
gekk í hjónaband.
Bergur fer burt úr Eiðaþinghá
Bergur var nú næstu árin vinnumaður í
Eiðasókn, og fram kemur að hann hefur
verið býsna þaulsætinn í Dalhúsum hjá
Gísla Nikulássyni og konu hans Margréti
Árnadóttur, svo þar hefur honum fundist
gott að vera. Stundum hefur hann þó verið í
Miðhúsum, er þar 1840, en manntal vantar
úr Eiðasókn árin 1836 til 1839. Ekki hefur
hann fýst að leita til ljarða í annað sinn,
hefur líklega ekki talið að þar væri fremur
ijár að leita heldur en meðal bænda til dala,
þó merkilegt sé, mundi kannski einhver
álíta. Hvernig sem það var, þá er víst að
hann leitaði á aðrar slóðir í þetta sinn, og
varð Jökuldalur fyrir valinu, en þangað
hafði lengi verið mikil umferð vinnufólks
sem leitaði sér vistar. Um þær mundir voru
allar skárri jarðir fullsetnar og rúmlega það,
og sárlega vantaði jarðnæði fyrir fólk sem
vildi búa sjálft og losna undan yfirráðum
stórbændanna. Vera má að Bergur hafi haft
eitthvað sérstakt í huga er hann fór frá
Miðhúsum vorið 1841, vinnumaður að
Skeggjastöðum á Jökuldal.
Jökuldalur, land og fólk
Silfrið og spesíurnar
Hinn 7. júní 1844 skeði það í
Hofteigskirkju að gefin voru saman í
hjónaband Bergur Hallsson og Kristín
Jónsdóttir, bæði til heimilis á
Skeggjastöðum, trúlega í vinnu eða hús-
nrennsku, þó prestur geti þess ekki.
Svaramenn brúðhjónanna voru bændurnir
Jón Þorgrímsson á Skeggjastöðum og
Eyjólfur Bjarnason í Hjarðarhaga. Kristín
var ein hinna svokölluðu Vaðbrekkusystra,
en svo voru gjarnan nefndar dætur Jóns
Andréssonar þ.e. fríska - Jóns og Sólveigar
Eiríksdóttur konu hans (2069-2465), en þær
þóttu góðir kvenkostir þar um slóðir á
þessum tíma. Hinar voru: Guðrúnar tvær
sem bjuggu m.a. í Fljótsdal og Loð-
mundarfirði; Sigríður í Hnefilsdal; Elísabet
á Vaðbrekku og Þorbjörg í Brattagerði.
Síðar er innfært í kirkjubókina, með annari
rithönd, og þess þurfti með, að morgungjöf
88