Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 90

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 90
Múlaþing meðgjöf frá honum með börnunum eru harla litlar heimildir, en þó er til bréf frá Metúsalem Arnasyni hreppstjóra í Vopna- firði, skrifað á Bustarfelli 10. apríl 1828, hvar fram kemur að Bergur hefur borgað með barni sínu (Ragnhildi) árið 1825, 8 ríkisdali og og 3 spesíur, og sé það allt sem hann hefur borgað til þess tíma er bréfið er skrifað. (Upplýsingar frá Sigurjóni Bjarna- syni Egilsstöðum). Hvort hann hefur einhvern tíma borgað meira veit ég ekki en þar sem grunur leikur á að hann hafi verið sínkur á fé liggur beinast við að álykta að hann muni ekki hafa verið útausandi á meðgjöf með þessum börnum sínum, og máske kært sig kollóttan þó hrepparnir yrðu að hlaupa undir bagga. Einnig er hægt að láta sér detta í hug að hann hafi ef til vill ekki verið hinn rétti faðir barnanna, heldur hafi hann gengist við þeim fyrir einhverja góðbændur og fengið peninga fyrir. Raunar er furðulegt artarleysi sumra þessara manna, sem áttu börn með vinnukonum, þar sem þeir eflaust vissu mætavel að slíkt kom niður á þeirra eigin börnum. Segja má að Oddný og Bergur væru af líkum stigum, en Oddný þó tveim til þrem árum eldri, og bæði höfðu alist upp á hrakningi, svo þess vegna hefðu þau átt að geta tekið saman. Vera má að Bergur hafi þá verið orðinn hugfanginn af öðrum hlutum, sem sé að safna fjármunum, og hafi kært sig kollóttan um félagsskap í fátækt, sem hjúskapur var oft efnalausu fólki, og svo rnikið er víst að mörg ár liðu áður en hann gekk í hjónaband. Bergur fer burt úr Eiðaþinghá Bergur var nú næstu árin vinnumaður í Eiðasókn, og fram kemur að hann hefur verið býsna þaulsætinn í Dalhúsum hjá Gísla Nikulássyni og konu hans Margréti Árnadóttur, svo þar hefur honum fundist gott að vera. Stundum hefur hann þó verið í Miðhúsum, er þar 1840, en manntal vantar úr Eiðasókn árin 1836 til 1839. Ekki hefur hann fýst að leita til ljarða í annað sinn, hefur líklega ekki talið að þar væri fremur ijár að leita heldur en meðal bænda til dala, þó merkilegt sé, mundi kannski einhver álíta. Hvernig sem það var, þá er víst að hann leitaði á aðrar slóðir í þetta sinn, og varð Jökuldalur fyrir valinu, en þangað hafði lengi verið mikil umferð vinnufólks sem leitaði sér vistar. Um þær mundir voru allar skárri jarðir fullsetnar og rúmlega það, og sárlega vantaði jarðnæði fyrir fólk sem vildi búa sjálft og losna undan yfirráðum stórbændanna. Vera má að Bergur hafi haft eitthvað sérstakt í huga er hann fór frá Miðhúsum vorið 1841, vinnumaður að Skeggjastöðum á Jökuldal. Jökuldalur, land og fólk Silfrið og spesíurnar Hinn 7. júní 1844 skeði það í Hofteigskirkju að gefin voru saman í hjónaband Bergur Hallsson og Kristín Jónsdóttir, bæði til heimilis á Skeggjastöðum, trúlega í vinnu eða hús- nrennsku, þó prestur geti þess ekki. Svaramenn brúðhjónanna voru bændurnir Jón Þorgrímsson á Skeggjastöðum og Eyjólfur Bjarnason í Hjarðarhaga. Kristín var ein hinna svokölluðu Vaðbrekkusystra, en svo voru gjarnan nefndar dætur Jóns Andréssonar þ.e. fríska - Jóns og Sólveigar Eiríksdóttur konu hans (2069-2465), en þær þóttu góðir kvenkostir þar um slóðir á þessum tíma. Hinar voru: Guðrúnar tvær sem bjuggu m.a. í Fljótsdal og Loð- mundarfirði; Sigríður í Hnefilsdal; Elísabet á Vaðbrekku og Þorbjörg í Brattagerði. Síðar er innfært í kirkjubókina, með annari rithönd, og þess þurfti með, að morgungjöf 88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.