Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Qupperneq 16
Múlaþing
Hér skal til sögu nefndur Jón Hallsson,
sem gaf vitnisburð í Bjarnanesi 22.1.1673,
um Geithella, en hann „uppalist hefur á
Geithellum og Hallur faðir Jóns átti 22
hundruð í Geithellum“.52 Föðurnafn Halls
vantar því miður, en helst mætti ætla Jón og
Þorvarð vera brœður, þeir samtímamenn
með sama föðurnafni, báðir tengdir eignar-
haldi á Geithellum.53 Tilhneiging var, að
jarðir gengju ekki úrættis, svo að Hallur
gæti hafa fengið partinn í Geithellum frá
foreldrum sínum.
Þess vegna ætlar höfundur að taka að
láni hugtak úr náttúrufræði: Hlaupa yfir
týnda hlekkinn, Hall, og leita fyrst að ónafn-
greindum foður hans.
Bjarni Steingrímsson fékk frá foreldrum
sínum á giftingardegi til eignar Geithella.
Jörðin var 50 hundruð,54 hvort sem Bjarni
eignaðist hvert einasta þeirra. Magnús
Steingrímsson á Breiðabólstað í Suðursveit
deildi sumarið 1632 um Geithella við bróð-
urbörn sín.55 Bjarni var dauður, og börnin
tekin við. Ef Hallur eignaðist mikinn hluta
jarðarinnar, gæti hann verið barn Bjarna eða
jafnvel Magnúsar.
Síðan hleypur sennilega á snærið: Hallur
Bjarnason var á Hofi í Álftafirði 21.5.1612
og vottaði, hvernig séra Jón Magnússon
skildi við staðinn og við hverju séra Jón
Einarsson tók.56 Hér er sem sagt
fyrirsjáanlegt nafn í þessari fámennu sveit,
og ártalið skemmir ekki. Betri bændur voru
gjarnan kvaddir til að votta slíka hluti.
Sífelldur ruglingur var á eignarfallsmynd-
52 AM 280 fol 20.
53 Athugunarefni má vera, hvort enn annar bróðir var
Helgi Hallsson, sem 1662 var hreppstjóri í Álftafirði.
AM 277 fol 301.
54 AM 463 fol.
55 Alþingisbœkur íslands V, bls. 284.
um nafnanna Björn og Bjarni, að minnsta
kosti á þessu landshorni, svo að vel má ætla
fyrrnefndan Hall vera hinn sama og var á
Hofi daginn eftir allraheilagramessu 1602,
sagður búandi í Álftafirði, í það sinn nefnd-
ur Bjarnarson. Hann gaf í nafni heilagrar
þrenningar yfirlýsingu um veðurhörkur,
sem hófust sunnudaginn næstan fyrir jól
1601 og slotaði fyrst að fullu um veturnætur
1602, með tjóni á Hofs kirkju peningum.57
En hver var Steingrímur, faðir Bjarna og
Magnúsar? Hér fækkar því miður líkindum,
sem réttlætt geti tilgátur. En nefna mætti
Steingrím Bjarnarson.58 Hann og Hallur
bróðir hans Bjarnarson voru 1582 á meðal
eigenda Viðborðs á Mýrum í Hornafirði.
Steingrímur bjó þar og vaktaði sína fjöru. í
það sinn er einnig að finna fastaeign, sem á
við fátt fólk í héraðinu, og nafn bróðurins er
til styrkingar.
Loks þarf að nefna Sesseljur. Systir pró-
fasts Hjörleifs var Sesselja, segir í ættar-
tölum. Hún finnst ekki í manntali 1703 eða
öðrum skjölum. Á Þvottá var 1703 vinnu-
konan Sesselja Þorvarðardóttir, f. 1654,
sem gæti verið foðursystir prófasts. Þetta
leiðir hugann að Sesselju Einarsdóttur, f.
15 65,59 sem var maddama í Bjarnanesi,
kona séra Halls Hallvarðssonar, d. 1618,60
en giftist öðru sinni, ónafngreindum manni,
og tengdist kannski séra Hjörleifi. í Austur-
Skaftafellssýslu er nafnið að minnsta kosti
algengast hjá skyldfólki þeirrar konu.
Nú hafa prófastsniðjar vonandi nokkuð
að hugsa um.
56 AM 259 4to 81r.
57 AM 247 4to 23vnn.
58 Apogröf í Árnasafni, nr. 2013, 2025 og 2036.
59 Ættir Austflrðinga, nr. 5913.
69 Ibidem, nr. 5787.
14