Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Qupperneq 67
Bæjanöfn og bæjarústir í Hrafnkelsdal
(R20), austan við fjallið gegnt Vaðbrekku,
önnur í Mógilshálsi utan (norðan) við
Hölkná (R22) og hin þriðja undir
Smjörtungufelli gegnt Hnitasporði (R23). Á
þeim öllum voru byggðaleifar frá því fyrir
1158.
í 1. töflu er örnetnum frá hinum ýmsu
höfundum raðað eftir boðleið, fyrst á
Jökuldal norður frá Laugarhúsum* og
Bakkastöðum og síðan suður með
vesturhlíð Hrafnkelsdals og norður með
austurhlíð hans. Neðst í skránni eru
staðirnir sem kannaðir voru utan dalsins
ásamt tveimur seljum sem nefnd eru í
Hrafnkels sögu. 1 næstaftasta dálki eru sýnd
þau heiti sem byggðaleifunum voru gefin í
rannsókninni 1978-80.22 Hér er bæjarnafnið
Laugarhús* tekið upp sem nafn á bæ Bjarna
bróður Þorbjörns á Hóli.
Ályktanir um örnefni í Hrafnkelsdal
Flest þau örnefni sem hér eru tilgreind
eru kennd við ákveðna staði í dalnum.
Þegar örnefnunum er raðað upp eftir
boðleið út firá Laugarhúsum* og Bakka-
stöðum, inn með vesturhlíð dalsins inn að
Tungusporði og síðan út með austurhlíðinni
er gott samræmi í röð nafnanna hjá
höfundunum, enda munu þeir að hluta til
hafa nöfnin eftir sömu heimildum.
Það er athyglisvert á hve mörgum
stöðum sem örnefni fylgja er hægt að benda
á rústir og enn athyglisverðara hve gamlar
flestar þær rústir reynast við skoðun. Þetta
bendir til að fornar sagnir um nær 20 bæi i
Hrafnkelsdal hafi við rök að styðjast. Á það
er rétt að benda að nöfn á rústum geta hafa
breyst í aldanna rás. Þannig er ljóst að
nöfinin Glúmsstaðasel og Þuríðarstaðasel
22 Sveinbjörn Rafnsson 1990.
22 Halldór Stefánsson 1948, 149-50.
eru kennd við bæina Glúmsstaði og
Þuríðarstaði í Fljótsdal og á Hústóft er bær
byggður á gamalli rúst sem hefur glatað
nafni sínu. En önnur örnefni gætu
hugsanlega verið frá upphafi byggðar í
dalnum.
Eitt örnefni er ástæða til að taka til
sérstakrar umijöllunar, en það er nafnið
Steinröðarstaðir, sem sagt er að hafi verið
landnámsbær Hrafnkels í dalnum. Örnefnið
kemur fyrir hjá Halldóri Stefánssyni í
örnefnarunu sem virðist vera heilleg og
fylgja boðleið upp dalinn að vestan og niður
hann að austan. Halldór segir svo: „Þetta
bæjarnafn er nú gjörgleymt. Vafalítið er að
annað hvort eru Steinröðarstaðir Aðalból,
sem Hrafnkels saga Freysgoða telur fyrsta
landnámsbýlið í Hrafnkelsdal, eða býli
fyrsta landnámsmannsins hefur verið reist
þar sem nú heita Faxahús og verið flutt
bráðlega að Aðalbóli.“23
í bókinni „Þá hneggjaði Freyfaxi“, sem
nýlega kom út, er fjallað um Hrafnkels sögu
með þjóðsagnafræðilegri rannsókn. Nafnið
Steinröðarstaðir er talið afleitt af
Steinfröðarstaðir*, þ.e. staður þess sem
elskar steininn. Sá steinn sem hér er átt við
er stallinn í goðahúsinu og sá sem elskar
þann stein er goðinn. Steinröðarstaðir er þá
bær goðans og gæti þess vegna verið helsti
bærinn í dalnum, þ.e. Aðalból.24
Við skoðun á röð bæjarnafna í 1. töflu
kemur bæjarnafnið Steinröðarstaðir fyrir í
syðri hluta Hrafnkelsdals vestanverðum og
verður einhvers staðar á rnilli Aðalbóls og
Glúmsstaðasels. (Sámsstaða).25 Nálægð
Steinröðarstaða við Aðalból fer eftir því
hvar þær rústir liggja sem nefndar voru
Faxahús (a) og Faxahús (b) á 1. bls.
24 Jón Hnefill Aðalsteinsson 2000, 156.
25 Samkvæmt skrám Halldórs Stefánssonar.
65