Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 87

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 87
Bergur Hallsson frá Hryggstekk í Skriðdal burði til, hvað þá þeir sem þáðu eða höfðu þáð af sveit. Vera má að Bergur hafi tekið það ráð að braska með láns- og leiguær, sem var leið sem sumir fátækir vinnumenn reyndu til að komast í álnir á þessum tíma og lengi síðan. Ekki er víst að allir hafi verið ánægðir með viðskiptin og því hafi einhverjir haft horn í síðu hans. Fékk hann viðurnefnið Peninga-Bergur, sem festist við hann ævilangt. Ófrískri vinnukonu vísað til heimasveitar Ragnhildur Jónsdóttir hét vinnukona á Hrollaugsstöðum í Útmannasveit á fyrstu árum Bergs í Eiðaþinghá. Hún var liðlega tvítug, fædd á Ytra-Nýpi í Vopnafirði 1799. Hún hafði komið frá Brúnavík í Borgarfirði eystra að Hrollaugsstöðum í Útmannasveit vorið 1821, og sýnist vera þar næstu tvö árin a.m.k. A þessum tíma virðist sem leiðir þeirra Bergs hafi legið saman, þó ekki hafi þau verið vistuð á sama bæ. Þau kynni sýnast hafa borið þann ávöxt að Ragnhildur fæddi honum dóttur haustið 1824, en þá var hún komin til foreldra sinna að Hvammsgerði í Vopnafirði, og skráir presturinn á Hofi, sr. Guttormur Þorsteinsson við hana innkomna í sóknina, að henni hafi verið „vísað óléttri hingað í sveit“ frá Borgarfirði eystra. Hér kemur raunar fram grímulaust, að sveitaryfirvöld ráku stundum óléttar stúlkur af höndunr sér ef þær voru aðkomnar í hreppinn, og vildu með því forðast að þurfa kannski að sjá farborða óskilgetnu barni, en svo var málum háttað að barn átti að öðru jöfnu framfærslu í fæðingarsveit sinni, en stundum deildu sveitayfirvöld um framfærsluna. Barnið fæddist svo hjá ömmu sinni og afa í Hvammsgerði hinn 17. október 1824, og var skírt heima af afa sínum og nefnd Ragnhildur eftir móður sinni, en skírnin síðan staðfest af presti eins og siður var. Faðirinn, Bergur Hallsson, er þá sagður vinnumaður á Finnsstöðum í Eiðaþinghá. Ragnhildur ólst upp í Vopna- firði, og segir nánar af henni síðar. Hér er tæpt á gömlu myrkraverki Oddný Olafsdóttir hét vinnukona í Útmannasveit á árunum fyrir og eftir 1820. Hún var fædd í Mjóafirði um 1796, dóttir hjónanna Ólafs Eiríkssonar og Katrínar Sigurðardóttur sem bjuggu í Fjarðarkoti árið 1801. Ekki er að sjá að þeirra sé getið í Ættum. Börn þeirra voru 1801: Eiríkur 10 ára; Vigdís 11 ára og Oddný 5 ára. Þar sem húsvitjun úr Mjóafirði er ekki fyrir hendi frá þessum tíma er erfitt um heimildir, en ýmsir hafa þó getið í eyðurnar, þ.e. hent á lofti ýmsar skráðar sagnir Arni Óla segir í bók sinni Grafið úr gleymsku að Eiríkur þessi hafi alist upp hjá foreldrum sínum fram yfir fermingu, en þau hafi haft miður gott orð á sér, hvernig sem sú vitneskja er fengin, ekki hefi ég séð hana né heldur Vilhjálmur Hjálmarsson sem einnig hefur ritað um sama efni. Engar heimildir virðast vera til um óknytti Eiríks Ólafssonar fyrr en hann er um tvítugsaldur, og vekur það athygli. Fjarðarkot var vafalítið í eigu Hermanns í Firði, því að hann var stórbokki, eða „kóngur“ í sveit- inni. Kannski að leigumálinn hafi verið foreldrum Eiríks þungur í skauti, og þess vegna hafi hann verið til kvaddur að vinna hjá Hermanni upp í jarðarleiguna, og sagan segir reyndar að ekki hafi farið svo illa á með þeim Eiríki framan af, en svo tók að síga á ógæfuhlið, og hann var sekur talinn um stuld á mat hjá Hermanni, og einnig hafði hann stolið einhverju smálegu á sjö bæjum í Norðfirði. Ekki virðast þó Norðfirðingarnir sem stolið var frá hafa verið áhugasamir að koma sínum málum 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.