Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Blaðsíða 105
Sveinn Einarsson hleðslumeistari frá Hrjót
hamrinum einum, þ.e. hvort það flísaðist
eða hrökk í sundur eins og hann vildi, (það
fer aðallega eftir því hvort það eru sprungur í
grjótinu eða eftir því hve hartþað er). Aldrei hjó
hann meira en nauðsynlegt var, hamarinn
notaði hann til að slá agnúa af svo steinarnir
féllu vel. Sjálfberandi boga hafði Sveinn
ekki hlaðið fyrr en á Klaustri og steypu
hafði hann ekki notað áður sem festiefni við
hleðslur. Það kom sér því vel að Friðrik
hafði eitt sinn verið handlangari hjá
dönskum múrara við múrsteinshleðslu. Þeir
urðu því báðir mjög svo reynslunni ríkari af
þessu verki á Klaustri. Sveinn hafði mjög
gaman af að takast á við ögrandi verkefni
og að nota sement sem lím við steinhleðslur
var þarna alveg nýtt fyrir honum. (Sig.
FriðrikLúðvíksson /munnleg heimild/ 6. 4. 2004).
Síðasta bogann á Skriðuklaustri hlóðu þeir í
ágúst 1975. (Dagbœkur Sveins).
Næstu ár áttu þeir Sveinn og Friðrik eftir
að vinna mörg verkin saman. Má þar nefna
hleðslu við Lónið á Seyðisfirði, sem tók
nokkur sumur. Þeir hlóðu upp gamla bæinn
á Galtastöðum fram, einnig hlóðu þeir upp
veggi á Bustarfelli. Þeir hlóðu í lysti-
garðinum við Búnaðarbankann á Egilsstöð-
um. (Dagbœkur Sveins) Þegar Gestastofa eftir
verðlaunateikningu Vilhjálms Einarssonar
var reist á tjaldstæðinu á Egilsstöðum var
Sveinn Einarsson hleðslumaður frá Hrjót
kallaður til. (Egilsstaðabók /1997 / bls. 228)
Einnig fékk Vilhjálmur, Svein til liðs við
sig þegar hann gerði lóð við heimili sitt að
Útgarði 2. Þar hlóð hann veggi og ráðlagði
við gróðursetningu trjáa.
(Vilhjálmur Einarsson/munnlegar heimildir / 1.4.
2004).
Árið 1981 vann Sveinn mikið og fallegt
verk, við klömbruhleðslur í garðinum að
Laugavöllum 11, hjá Hauki J. Kerúlf og
Guðrúnu Sigurðardóttur og hleðslur við Far-
fuglaheimilið á Seyðisfirði, einnig hleðslur
Minnismerki um Sigfús Sigfússon.
Ljósmynd: Snorri Sigurðsson.
við hótelið á Djúpavogi. Árin 1983 og 1984
hlóð hann nokkra garða fyrir einstaklinga á
Egilsstöðum, í Fellabæ og á Eskifirði.
Árið 1982 var Sveinn fenginn til að
byggja torfbæinn Klappargerði við Ár-
bæjarsafn í Reykjavík og á næstu árum hlóð
hann talsvert á þeim stað, m.a. 1985 vegg
og túngarð við Dillonshúsið og 1986 hlóð
hann veggi torfkirkjunnar þar. Sama ár hlóð
hann upp gamlan grjótvegg við Gljúfrastein
í Mosfellssveit (Dagbœkur Sveins).
Sveinn vottaði hinum ástsælu skáldum
og þjóðsagnasafnara Austfirðinga virðingu
sína í verki, með því að leggja sitt lið við
gerð minnisvarða um þá. Árið 1973 hlóð
hann minnismerki í Meðalnesi í Fellum, um
Jóhann Magnús Bjarnason skáld og aðra
vesturfara af Austurlandi. (Landið þitt
tsland/1982/ bls.82). Stuðla í minnisvarðann
sótti hann upp í Hnefilsdal. í ágúst 1976 var
afhjúpaður á Seyðisfirði minnisvarði um
Inga T. Lárusson en þar hlóð Sveinn undir-
103