Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 47

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 47
Skriðuföll í Fljótsdal 3. mynd. Flugmynd sem Skarphéðinn G. Þórisson tók 6. júlí 1998. og sýnir miðhluta skógarins jyrir ofan og utan bœinn á Arnaldsstöðum. Flest skriðuförin eru líklega frá 1941 og eru sum farin að hyljast skógarkjarri. Tvískipta farið i miðju er frá 1968, en þá hljóp yst á heimatúnið. sér nokkuð á strik aftur og myndað strjála runna. Þessum atburðum er nákvæmlega lýst í bók Ólafs, Skriðuföll og snjóflóð I. bindi, bls. 505-513. (Myndir 2-4) Næsta skriðuhrina kom 5. nóvember 1968. Gríðarlegt úrfelli hafði verið í suðaustanátt sólarhringinn á undan, og mældist þá metúrkoma (80 mm) á Hallormsstað. Um kl. 14 féll stór skriða úr lækjarfarvegi niður í gegnum Arnaldsstaða- skóg, yfir túnið á Arnaldsstöðum skammt fyrir utan bæinn og ofan í Keldá. Hún var um 150 m breið á túninu. Sigurður Blöndal getur um þessa skriðu í Glettingi 11 (1), 2001, og birtir myndir sem hann tók af henni 9. nóv. 1968. Þann 12. nóvember sama ár urðu aftur skriðuhlaup í Fljótsdal, m.a. á Þorgerðar- stöðum, þar sem hljóp á túnið og girðing eyðilagðist á kafla, og 13. nóvember féll skriða á túnið á Valþjófsstað og fóru 2-3 ha undir aur. í sömu hrinu féllu þrjár skriður úr fjallinu ofan við Hallormsstað. Vatnsborð Lagarfljóts náði þá sögulegu hámarki, sem ekki var hnekkt fyrr en haustið 2002. (Hall- dór Pétursson: 1992). Árið 1979, 27.-28. október, féll gríðarleg jarðvegsskriða vestan úr Víðivallahálsi, við eyðibýlið Hlíðarhús, rétt fyrir utan nýbýlið Víðivelli I. Skriðan féll niður í gegnum miðjan Víðivallaskóg, og myndaði um 200 m breiða geil gegnum hann, þar sem mestallur jarðvegur sópaðist burt og breiddist út á undirlendinu fyrir neðan. Hlíðarhúsakvísl fylltist á kafla, og brúin á henni fór á kaf í skriðuna en var síðan grafin upp. Talið var að 50-100(?) fjár hefði farist í skriðunni. Hún braut veggi á 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.