Strandapósturinn - 01.06.1981, Síða 29
hún bar við svartan vatnsflöt árinnar, sem nú virtist vera orðin
að stórfljóti, þegar ég svo loks var kominn yfir þessa langþráðu
brú var næstum orðið aldimmt, og það sem verra var, að vegur-
inn virtist enda þar. Nú vissi ég ekkert hvert halda skyldi, því
mér hafði alveg láðst að spyrja um það. Ég stóð um stund og
hugsaði ráð mitt um leið og ég skimaði í kringum mig. Mér
virtist ég sjá ljóstýru ekki alllangt í burtu og tók nú þá ákvörðun
að halda þangað. — Ég öslaði nú yfir mýri og sökk stundum í, en
þó ekki djúpt, og alitaf stefndi ég á ljósið. Loks kom ég að
túngirðingu og einhvernveginn komst ég þar yfir. Þegar inn á
túnið kom langaði mig mest til að fleygja mér útaf, svo þreyttur
var ég. Ég sá nú móta fyrir allstórri byggingu, og ljósið sem ég sá
skína þar út um glugga. þegar ég kom að húsinu leitaði ég upp
dyrnarog barði hin venjulegu þrjú högg.
Brátt kom kona til dyra og þegar ég hafði heilsað henni, hafði
ég uppi sama formála og fyrr, sagði nafn mitt og heimilisfang og
baðst gistingar. Konan kvað gistingu velkomna og við spurningu
minni um bæ og húsráðendur sagði hún mér að bærinn héti
Arnarholt, en húsbóndinn væri Hjörtur Snorrason, alþingis-
maður. Sjálf sagðist hún vera kona hans og heita Ragnheiður
Torfadóttir frá Ólafsdal. Þetta þótti mér góð tíðindi, því hún var
þá Strandamaður í aðra ættina! Guðlaug kona Torfa í Ólafsdal
var frá Heydalsá í Strandasýslu.
Bauð Ragnheiður mér nú að ganga í bæinn og fylgdist ég með
henni inn gang alllangan að mér fannst. Svo opnaði hún dyr að
eldhúsinu. þar sem lampi stóð á borði. Það var ljósið sem ég sá.
Eitthvað af fólki sat þarna við borðið. Mér var dimmt fyrir
augum að koma úr myrkrinu inn í ljósið og ég var stirður í
fótunum, enda rak ég þá í þröskuldinn og steyptist á hendurnar
inn á gólfið. Ég flýtti mér að standa á fætur og heilsaði lólkinu.
Undraðist ég, að enginn sást brosa að gestinum, en jrað hafa víst
allir séð, að ekki var beysinn ferðamaður sá, sem kominn var.
Húsmóðirinn setti mig á stól rétt við eldavélina og færði mig úr
sokkaplöggunum, sem voru útötuð af mýrarauða. Síðan kom
hún með volgt vatn og J;>voði mér um fæturna og kom svo með
jxirra sokka og sagði mér að fara í. Mér fannst líkast því að ég
27