Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 29

Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 29
hún bar við svartan vatnsflöt árinnar, sem nú virtist vera orðin að stórfljóti, þegar ég svo loks var kominn yfir þessa langþráðu brú var næstum orðið aldimmt, og það sem verra var, að vegur- inn virtist enda þar. Nú vissi ég ekkert hvert halda skyldi, því mér hafði alveg láðst að spyrja um það. Ég stóð um stund og hugsaði ráð mitt um leið og ég skimaði í kringum mig. Mér virtist ég sjá ljóstýru ekki alllangt í burtu og tók nú þá ákvörðun að halda þangað. — Ég öslaði nú yfir mýri og sökk stundum í, en þó ekki djúpt, og alitaf stefndi ég á ljósið. Loks kom ég að túngirðingu og einhvernveginn komst ég þar yfir. Þegar inn á túnið kom langaði mig mest til að fleygja mér útaf, svo þreyttur var ég. Ég sá nú móta fyrir allstórri byggingu, og ljósið sem ég sá skína þar út um glugga. þegar ég kom að húsinu leitaði ég upp dyrnarog barði hin venjulegu þrjú högg. Brátt kom kona til dyra og þegar ég hafði heilsað henni, hafði ég uppi sama formála og fyrr, sagði nafn mitt og heimilisfang og baðst gistingar. Konan kvað gistingu velkomna og við spurningu minni um bæ og húsráðendur sagði hún mér að bærinn héti Arnarholt, en húsbóndinn væri Hjörtur Snorrason, alþingis- maður. Sjálf sagðist hún vera kona hans og heita Ragnheiður Torfadóttir frá Ólafsdal. Þetta þótti mér góð tíðindi, því hún var þá Strandamaður í aðra ættina! Guðlaug kona Torfa í Ólafsdal var frá Heydalsá í Strandasýslu. Bauð Ragnheiður mér nú að ganga í bæinn og fylgdist ég með henni inn gang alllangan að mér fannst. Svo opnaði hún dyr að eldhúsinu. þar sem lampi stóð á borði. Það var ljósið sem ég sá. Eitthvað af fólki sat þarna við borðið. Mér var dimmt fyrir augum að koma úr myrkrinu inn í ljósið og ég var stirður í fótunum, enda rak ég þá í þröskuldinn og steyptist á hendurnar inn á gólfið. Ég flýtti mér að standa á fætur og heilsaði lólkinu. Undraðist ég, að enginn sást brosa að gestinum, en jrað hafa víst allir séð, að ekki var beysinn ferðamaður sá, sem kominn var. Húsmóðirinn setti mig á stól rétt við eldavélina og færði mig úr sokkaplöggunum, sem voru útötuð af mýrarauða. Síðan kom hún með volgt vatn og J;>voði mér um fæturna og kom svo með jxirra sokka og sagði mér að fara í. Mér fannst líkast því að ég 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.