Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 49

Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 49
„Eftir um það bil þriggja stunda gang komum við til Jökul- fjarða. Þarna liðum við ósegjanlegar þrautir. Við vorum þreyttir eftir ferðina um óruddan veg og urðum brátt dofnir af kulda. Ekki gátum við kynt bál og ekkert húsaskjól var að fá nema óraveg í burtu. Við gátum því ekki hresst okkur á neinu öðru en brauðbita og ísköldu vatni. Þegar nóttin féll á, jukust raunir okkar um allan helming. Við biðum árangurslaust manna þeirra, sem áttu að fylgja okkur og veita okkur brautargengi. Þeir höfðu orðið eftir á Furufirði um nóttina. Þarna neyddumst við til að láta fyrirberast undir berum himni á harðri klöppinni eins og við vorum á okkur komnir, blautir í fætur, sem voru orðnir tilfinningalausir í kuldanum og frostinu, og ískalt var okkur um allan kroppinn. Þreytan og hið ólýsanlega erfiði, sem við höfðum orðið að þola, urðu þess valdandi, að sumir okkar voru nær sinnulausir um hve ófullnægjandi aðbúnaðurinn var, og sofn- uðu. Þegar við vöknuðum, vorum við stirðir af kulda í stað þess að vera endurnærðir, því vatn hafði runnið undir okkur ofan af fjöllunum, og þar sem við lágum, vorum við frosnir við klöpp- ina.“ Af þessu má ráða, að fylgdarmenn skipbrotsmanna þafi snúið aftur samdægurs með hestana til Furufjarðar án þess að gera neinar ráðstafanir mönnunum til næturgreiða. Að vísu er hugs- anlegt að öðrum hafi verið ætlað að sjá um þetta, en eitthvað farið úrskeiðis vegna veðurs eða samgönguerfiðleika. „Við lifðum það þó allir af að sjá fjórtánda dag september- mánaðar renna upp, og jafnskjótt komu leiðsögumennirnir með þá tvo félaga okkar, sem eftir höfðu orðið, ásamt farangrinum, sem við létum nú aftur um borð í þrjá báta. Því næst stigum við allir tuttugu og fjórir um borð í þrjá báta og lögðum af stað klukkan tíu um morguninn frá Hrafnsfirði, en svo kalla íslend- ingar staðinn þar sem við létum fyrirberast um nóttina. Við fengum þá sæmilegt veður og höfðum góðan meðvind til að byrja með. Þegar lygndi rerum við. Klukkan tíu um kvöldið komum við heilu og höldnu til Skutulsfjarðar. Þar lá danskt 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.