Strandapósturinn - 01.06.1981, Blaðsíða 49
„Eftir um það bil þriggja stunda gang komum við til Jökul-
fjarða. Þarna liðum við ósegjanlegar þrautir. Við vorum þreyttir
eftir ferðina um óruddan veg og urðum brátt dofnir af kulda.
Ekki gátum við kynt bál og ekkert húsaskjól var að fá nema
óraveg í burtu. Við gátum því ekki hresst okkur á neinu öðru en
brauðbita og ísköldu vatni. Þegar nóttin féll á, jukust raunir
okkar um allan helming. Við biðum árangurslaust manna
þeirra, sem áttu að fylgja okkur og veita okkur brautargengi. Þeir
höfðu orðið eftir á Furufirði um nóttina. Þarna neyddumst við til
að láta fyrirberast undir berum himni á harðri klöppinni eins og
við vorum á okkur komnir, blautir í fætur, sem voru orðnir
tilfinningalausir í kuldanum og frostinu, og ískalt var okkur um
allan kroppinn. Þreytan og hið ólýsanlega erfiði, sem við höfðum
orðið að þola, urðu þess valdandi, að sumir okkar voru nær
sinnulausir um hve ófullnægjandi aðbúnaðurinn var, og sofn-
uðu. Þegar við vöknuðum, vorum við stirðir af kulda í stað þess
að vera endurnærðir, því vatn hafði runnið undir okkur ofan af
fjöllunum, og þar sem við lágum, vorum við frosnir við klöpp-
ina.“
Af þessu má ráða, að fylgdarmenn skipbrotsmanna þafi snúið
aftur samdægurs með hestana til Furufjarðar án þess að gera
neinar ráðstafanir mönnunum til næturgreiða. Að vísu er hugs-
anlegt að öðrum hafi verið ætlað að sjá um þetta, en eitthvað
farið úrskeiðis vegna veðurs eða samgönguerfiðleika.
„Við lifðum það þó allir af að sjá fjórtánda dag september-
mánaðar renna upp, og jafnskjótt komu leiðsögumennirnir með
þá tvo félaga okkar, sem eftir höfðu orðið, ásamt farangrinum,
sem við létum nú aftur um borð í þrjá báta. Því næst stigum við
allir tuttugu og fjórir um borð í þrjá báta og lögðum af stað
klukkan tíu um morguninn frá Hrafnsfirði, en svo kalla íslend-
ingar staðinn þar sem við létum fyrirberast um nóttina. Við
fengum þá sæmilegt veður og höfðum góðan meðvind til að
byrja með. Þegar lygndi rerum við. Klukkan tíu um kvöldið
komum við heilu og höldnu til Skutulsfjarðar. Þar lá danskt
47