Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 67

Strandapósturinn - 01.06.1981, Side 67
En er dagaði, sá maðurinn hvers kyns var. Vegna þíðunnar í veðrinu lak úr þakinu ofan á stein við dyrnar og við það mynd- aðist þetta sérkennilega dropahljóð: Sittu — Stattu. Maðurinn hló með sjálfum sér og hélt áfram ferð sinni. Hann sagði svo frá næturdvöl sinni er heim kom og henti gaman að öllu saman. Gömul skopsaga Þessi frásaga er, eins og hún ber með sér, löngu fyrir daga lögboðinnar kynfræðslu og hormónagjafa. Læt ég hana fylgja, þótt hún sé lítilsvirði. Einu sinni voru hjón á bæ. Ekki höfðu þau mikillar upp- fræðslu notið en voru þó bæði dugandi manneskjur. Einkum var bóndi eljusamur, enda efnuðust þau brátt. En í allri velgengn- inni fannst bónda þó einn ljóður á ráði konu sinnar og hann var sá, að hún fæddi honum ekki erfingja, þrátt fyrir góðan vilja. Varð bónda þetta sífelldur ásteytingarsteinn, fannst honum þetta vera konugarminum að kenna og brigslaði hann henni oftlega um óbyrjuháttinn og hét henni öllu illu. Húsfreyja tók brigsl manns síns sér mjög nærri, en vissi samt eigi hvað til bragðs skyldi taka. Leitaði hún í öngum sínum til kerlingar einnar, sem þótti ráðagóð og bað hana að leysa vanda sinn, karl sinn væri orðinn sér svo illur að lítt þolandi væri. Kerling hughreysti hana, kvaðst raunar ekki geta fært þeim barn en vel mætti villa svo um fyrir bónda að hann sættist á við konu sína. Skyldi húsfreyja tjá bónda að barnsvon væri hjá henni og reyna svo að hagræða vexti sínum áætlaðan tímg- unartíma barnsins. Bóndi verður harla glaður, er konan segist bera barn undir belti og bíður í ofvæni komu erfingjans. í fyllingu tímans kemur svo kerling til húsfreyju og hefir 5 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.