Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 67
En er dagaði, sá maðurinn hvers kyns var. Vegna þíðunnar í
veðrinu lak úr þakinu ofan á stein við dyrnar og við það mynd-
aðist þetta sérkennilega dropahljóð: Sittu — Stattu.
Maðurinn hló með sjálfum sér og hélt áfram ferð sinni. Hann
sagði svo frá næturdvöl sinni er heim kom og henti gaman að
öllu saman.
Gömul skopsaga
Þessi frásaga er, eins og hún ber með sér, löngu fyrir daga
lögboðinnar kynfræðslu og hormónagjafa. Læt ég hana fylgja,
þótt hún sé lítilsvirði.
Einu sinni voru hjón á bæ. Ekki höfðu þau mikillar upp-
fræðslu notið en voru þó bæði dugandi manneskjur. Einkum var
bóndi eljusamur, enda efnuðust þau brátt. En í allri velgengn-
inni fannst bónda þó einn ljóður á ráði konu sinnar og hann var
sá, að hún fæddi honum ekki erfingja, þrátt fyrir góðan vilja.
Varð bónda þetta sífelldur ásteytingarsteinn, fannst honum
þetta vera konugarminum að kenna og brigslaði hann henni
oftlega um óbyrjuháttinn og hét henni öllu illu.
Húsfreyja tók brigsl manns síns sér mjög nærri, en vissi samt
eigi hvað til bragðs skyldi taka. Leitaði hún í öngum sínum til
kerlingar einnar, sem þótti ráðagóð og bað hana að leysa vanda
sinn, karl sinn væri orðinn sér svo illur að lítt þolandi væri.
Kerling hughreysti hana, kvaðst raunar ekki geta fært þeim
barn en vel mætti villa svo um fyrir bónda að hann sættist á við
konu sína. Skyldi húsfreyja tjá bónda að barnsvon væri hjá
henni og reyna svo að hagræða vexti sínum áætlaðan tímg-
unartíma barnsins.
Bóndi verður harla glaður, er konan segist bera barn undir
belti og bíður í ofvæni komu erfingjans.
í fyllingu tímans kemur svo kerling til húsfreyju og hefir
5
65