Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 98

Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 98
Lítt var ég kunnugur fólkinu í Bakkaseli, hafði aldrei komið þar áður, en sonur hjónanna, sem þar bjuggu Lýðs Sæmunds- sonar og Elínborgar Daníelsdóttur, Eiríkur að nafni, hafði verið tíma og tíma hjá okkurá Prestsbakka og var hann mér að góðu kunnur. Varð ég því mjög feginn er ég sá hann utan dyra í Bakkaseli. Eiríkur tók við hesti mínum og bauð mér til bæjar. Hitti ég þar aðra fjallamenn og þóttist ég heldur betur vaxa að virðingu fyrir að vera kominn í hóp þeirra. Voru móttökur í Bakkaseli mjög góðar og voru þau hjónin Lýður og Elínborg ræðin og skemmtileg. Var því seint gengið til svefns og snemma morguns var haldið af stað. Var af minni einu fjallaferð það að segja að ég villtist af leið og komst síðla dags niður í Hvalsárdal og hitti þar útbæinga og komst því í réttirnar á endanum. Var ég eðlilega ekki beðinn að fara í fleiri fjallaferðir. Eftir þetta kom ég nokkrum sinnum í Bakkasel og voru mót- tökur alltaf jafn góðar. Lýður bóndi var þjóðhagi og stundaði smíðar ávallt samhliða búskapnum. Sérstaklega var hann kunnur fyrir rokka sína. Eiríkur sem fyrr var nefndur, var alla tíð náinn vinur minn og traustari manni og betri félaga hef ég ekki enn kynnst. Nú er Bakkasel í eyði. VII. Jónsel Eg var tíu ára þegar ég kem fyrst að Jónsseli en það var annað sumarið mitt á Prestsbakka. Þá var ég eitt sinn sem oftar að ganga upp með ánni á sunnudegi einn míns liðs og gætti ekki að fyrr en ég var kominn á móts við lítinn vinalegan bæ sem ég vissi að hét Jónsel. Fór ég þangað heim og var tekið tveim höndum af þeim hjónunum Matthíasi Arngrímssyni og Sigríði Jónsdóttur konu hans. Auk þeirra voru þá á heimilinu Ingibjörg Jónsdóttir, gömul kona, Jóhann og Jón synir þeirra og Guðmundur Þórð- arson fóstursonur þeirra. 96
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.