Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 102

Strandapósturinn - 01.06.1981, Page 102
ein með tveimur börnum sínum. Skessa þessi var illa innrætt og vildi fyrir einhverjar sakir bóndann í Kolbeinsvík í burtu, en hann bjó þar góðu búi, skessan tók það til bragðs að sprengja stykki úr fjallinu og láta það falla yfir bæinn. Bóndi þessi var góður og guðhræddur og stóð skessunni ógn af honum. Það bar til einn dag að Guðmundur biskup góði var á ferð og kom að Kolbeinsvík. Hann þáði veitingar hjá bónda og sem þeir sitja að veitingum og ræðast við heyra þeir dunur og mikinn hávaða úr fjallinu. Þeir fara út úr bænum sem fljótast og sjá þá bergfylluna æða niður bratta hlíðina og stefna á bæinn. Guð- mundur góði breiddi þá út faðminn móti skriðunni og stöðvaðist hún nokkra faðma frá bænum. Af skessunni er það að segja að hún hélt vörð um gestakomur á bæinn svo öruggt væri að bóndi væri inni þegar hún spyrnti bergfyllunni yfir bæinn, en það fór öðruvísi en ætlað var. Guð- mundur góði stöðvaði skriðuna en skessan og synir hennar tveir urðu að steinum og stendur þrenningin þarna í fjallinu enn í dag og þegar farið er norður.Kaldbaksland sést hún vel af veginum standandi á klettabrún eins og myndastytta og synirnir tveir sitt til hvorrar handar, eins sést vel hvilftin í hamrana þar sem fyllunni var spymt úr, allt er þetta svo skýrt og greinilegt að maður getur undrast hvað það fellur vel inn í þjóðsöguna, eins er með fylluna sem Guðmundur góði stöðvaði að aldrei hefur fallið steinn úr henni í átt til bæjarins þó grjótið sýnist hanga laust framan í henni. Það er gaman að vega og meta svona lagað í rólegheitum laus við hjátrú og hindurvitni. Bæjarlækurinn kemur undan fjallinu og rennur beint til sjávar, fyrir utan hann hefur verið hlaðinn torfgarður en er nú að mestu hruninn. Fyrir utan lækinn voru kvíarnar meðan fært var frá, voru þær tvær, heimakvíar og ytrikviar þær voru í vari fyrir norðanátt, í holti sem kallað var Hundsholt. f Nesvíkinni er grund fyrir ofan fjöruna sem var slegin og fengust af henni 20 sátur þegar best var. Birgisvöllur er upp af Skipaklettsvík frá fjöru og upp að honum er dálítið undirlendi um 30 faðmar, þar hafa verið beitarhús. Niður í svokallaða Prestavík eru óræktar móar. Uppi á Spenanum er dálítið beiti- 100
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.