Strandapósturinn - 01.06.1981, Síða 102
ein með tveimur börnum sínum. Skessa þessi var illa innrætt og
vildi fyrir einhverjar sakir bóndann í Kolbeinsvík í burtu, en
hann bjó þar góðu búi, skessan tók það til bragðs að sprengja
stykki úr fjallinu og láta það falla yfir bæinn. Bóndi þessi var
góður og guðhræddur og stóð skessunni ógn af honum.
Það bar til einn dag að Guðmundur biskup góði var á ferð og
kom að Kolbeinsvík. Hann þáði veitingar hjá bónda og sem þeir
sitja að veitingum og ræðast við heyra þeir dunur og mikinn
hávaða úr fjallinu. Þeir fara út úr bænum sem fljótast og sjá þá
bergfylluna æða niður bratta hlíðina og stefna á bæinn. Guð-
mundur góði breiddi þá út faðminn móti skriðunni og stöðvaðist
hún nokkra faðma frá bænum.
Af skessunni er það að segja að hún hélt vörð um gestakomur á
bæinn svo öruggt væri að bóndi væri inni þegar hún spyrnti
bergfyllunni yfir bæinn, en það fór öðruvísi en ætlað var. Guð-
mundur góði stöðvaði skriðuna en skessan og synir hennar tveir
urðu að steinum og stendur þrenningin þarna í fjallinu enn í dag
og þegar farið er norður.Kaldbaksland sést hún vel af veginum
standandi á klettabrún eins og myndastytta og synirnir tveir sitt
til hvorrar handar, eins sést vel hvilftin í hamrana þar sem
fyllunni var spymt úr, allt er þetta svo skýrt og greinilegt að
maður getur undrast hvað það fellur vel inn í þjóðsöguna, eins er
með fylluna sem Guðmundur góði stöðvaði að aldrei hefur fallið
steinn úr henni í átt til bæjarins þó grjótið sýnist hanga laust
framan í henni. Það er gaman að vega og meta svona lagað í
rólegheitum laus við hjátrú og hindurvitni.
Bæjarlækurinn kemur undan fjallinu og rennur beint til
sjávar, fyrir utan hann hefur verið hlaðinn torfgarður en er nú að
mestu hruninn. Fyrir utan lækinn voru kvíarnar meðan fært var
frá, voru þær tvær, heimakvíar og ytrikviar þær voru í vari fyrir
norðanátt, í holti sem kallað var Hundsholt.
f Nesvíkinni er grund fyrir ofan fjöruna sem var slegin og
fengust af henni 20 sátur þegar best var. Birgisvöllur er upp af
Skipaklettsvík frá fjöru og upp að honum er dálítið undirlendi
um 30 faðmar, þar hafa verið beitarhús. Niður í svokallaða
Prestavík eru óræktar móar. Uppi á Spenanum er dálítið beiti-
100