Strandapósturinn - 01.06.1981, Qupperneq 103
land, þar var mikið um refagreni og voru stundum hópar af
yrðlingum að leik í kringum grenin. Okkur unglingunum þótti
gaman að skoða grenin en við gleymum víst aldrei hvað lyktin
var vond er lagði út úr grenjaholunum. Það kom aldrei fyrir að
við misstum fé af völdum tófunnar.
Tófan flutti sig oft milli grenja, ýmist norður á Hærra-hraun
eða út í svokallaða Bolla, þessir bollar voru þrír hvor upp af
öðrum en tófan fór alltaf í efsta bollann. Það er alllangur spölur
innan af Spena og norður í Bolla. Yrðlingana bar hún í kjaft-
inum einn í einu og þurfti því oft að fara margar ferðir. Við sáum
oft til hennar og létum hana alltaf óáreitta og gættum þess að
hundamir ónáðuðu hana ekki.
Þetta kot Kolbeinsvík er mjög gæðasnautt nema þar var mikill
reki og hægur, það er að rekaviður staðnæmdist hvergi fyrr en
inn í nesi og var því allur að heita mátti á einum stað. Ef viður
festist við land tók hann ekki út aftur og voru það stór hlunnindi.
í norðan sjógangi reif upp þara á skerjum og grynningum út frá
landi og mynduðust stórar þarahrannir sem sjórinn braut á
alldrjúgan spöl frá landi, þegar brimið gekk niður hrúguðust
þessi ósköp upp í háa þarabakka á fjörunum, þetta var mjög gott
fóður fyrir féð með útibeitinni og sparaði mikið hey.
Árið 1906 flytur Guðmon Guðnason frá Brúará í Kaldrana-
neshreppi að Kolbeinsvík. Áður bjó þar Guðmundur Jónsson er
flutti það sama ár að Byrgisvík, báðar þessar jarðir voru ríkis-
eign. Á þessum tímum þótti eftirsóknarvert að komast á þessi kot
ef þau losnuðu úr ábúð. Allir vildu vera sem mest sjálfráðir með
sig og sína.
Þegar Guðmon faðir minn flytur að Kolbeinsvík var fjöl-
skyldan átta manns, hjónin, fimm börn og móðir hans öldruð,
lífsbaráttan var hörð. Faðir minn fór vestur að fsafjarðardjúpi til
að afla heimilinu tekna en það gekk oft misjafnlega, þó man ég
aldrei eftir sulti allt var borðað sem til matar gat talist meðal
annars kræklingur er sóttur var í fjöru og soðinn til matar.
Húsnæðið var mjög úr sér gengið, gömul torfbaðstofa er hélt ekki
vatni og vindi, síðar var byggð allgóð baðstofa.
Bústofn var mest 70 ær á fóðrum, ein kýr og vetrungur, fyrst
101