Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 27
§ 1.3.3
Ævi Guðmundar biskups
XXI
þad og þad til. enn allt er gamallt.” Þessi ummæli
hefur Storm skýrt á þann veg að líklega hafi ein hönd
tekið við af annari við árið 1254,6 en sú skýring fær
ekki staðist. Fyrst er þess að geta, að stafsetning
annálsuppskriftar Arna mælir eindregið gegn því, að
handaskipti hafi verið í forriti þetta ár. Af staf-
setningunni má ráða að meginstofn annálsins fram á
árið 1283 hafi verið með einni og sömu hendi, en
ýmsar greinar hér og þar hafi verið með öðrum
höndum; þetta kemur vel heim við lýsingu Arna. Auk
þess er þessa sömu tímasetningu Ama að finna á
öðrum stað, þar sem skýrara er kveðið að orði.
1.3.4. í AM leþ H fol., ff. 85v-91r, er uppskrift Áma
Magnússonar, sem Storm þekkti ekki, á Langfeðgatali
Membr. Res. 6,7 og við lok þeirrar uppskriftar segir
Arni: “Alibi in hoc libro, cuius pars hæc folia sunt,
dicitur expresse exaratum esse anno Christi 1254.
Cycli solaris anno 3.tio lunæ l.mo anno regni Haqvini
Regis Norveg. 37. Valdemari Sveciæ 5. et Christofori
6 StormAnn, p. ii.
7 í StormAnn, p. iv, eru nefndar uppskriftir Langfeðgatals í DG
36-38 og DG 12 í Háskólabókasafni í Uppsölum og Papp. fol. nr. 76
í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi, en ekki hefur nema ein þessara
uppskrifta sjálfstætt gildi, þ.e. DG 36. í 76 eru tvö Langfeðgatöl, og
það fyrra, ff. 5r-8v, mun vera skrifað eftir uppskrift Árna Magnús-
sonar í AM leþ II fol. Síðara Langfeðgatalið í 76, ff. 13v-18v, Lang-
feðgatal í DG 12 og það þriðja með hendi Árna Magnússonar í AM
lf fol„ ff. 21r-28r, eru öll einnar ættar, runnin frá Langfeðgatali í
AM lf fol., ff. 12r-18r, skrifuðu af Katli Jörundarsyni í Skálholti
1636 eða þar um bil, sem ekki er nema að hluta til sótt í Membr.
Res. 6, sjá nánar Stefán Karlsson, ‘Ættbogi Noregskonunga’, Sjötíu
ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni (Rv. 1977), pp. 679-83. - Um
Langfeðgatal í Membr. Res. 6 sjá Sven Axelson, ‘Förhállandet
mellan Langfedgatal i Cod. Resenianus, i AM 415° [r. 415 4°] och
de islándska annalerna’, Sverige i dansk annalistik 900-1400
(Stokkh. 1956), pp. 121-36, Bjarni Einarsson, Litterœre forudsæt-
ninger for Egils saga (Rv. 1975), pp. 231-33, og Anthony Faulkes,
‘The genealogies and regnal lists in a manuscript in Resen’s library’,
Sjötíu ritgerðir helgaðar Jakobi Benediktssyni (Rv. 1977), pp. 177-90,
og ‘Descent from the gods’, Mediaeval Scandinavia 11 (Odense
1982), pp. 92-125.