Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 169
§ 8.5.3
Heimildir GA
CLxm
8.5.3. Á fáeinum stöðum er texti GA lengri en
texti sjálfstæðrar Ár án þess að e,iga sér nokkra
samsvörun í Sturl, og á þeim stöðum má fullvíst telja
að textinn sé úr Ár. Þetta á við um GA, cc. 192.4-5,11
193.10 (‘þegar er skipin koma at landi’), 195.12-13
(‘ok skyldi Eyjólfr styrkja þessar þrennar sveitir til
framgöngu’] ‘svá sem til framgöngu’ Ár), 196.17-18
(‘ok klerkasveit hans með honum’), 196.20-21 (‘sem
síðan þykkir nokkur raun hafa á borit’] ‘sem’ (!) Ár),
196.22-23 (‘með öruggri brynju ok góðum hjálmi ok
sterkri hlíf. It fjórða vápn . . .’] ‘með öruggri brynju ok
hjálm. Hit þriðja vápn .. .’ Ár), 197.1-3 (‘ok kemr til
manna sinna, en Guðmundr biskup var eptir heima
ok’] ‘ok biskup’ Ár), 198.22 (‘ok fast var til lagit’),
202.3-4 (‘Verpa menn svá á, at látiz hafi .ix. menn’),12
210.7-9 (‘ef hann vildi. Snýr hann nú um þvera
Austfjörðu, svá sem leiðir liggja til Hornafjarðar, ok’),
213.9-11 (‘En þá er Árón var mettr lagðiz hann niðr
til svefns, ok þykkir Áróni nokkuru blíðara en hann
hugði til’), 213.37-45 (sbr. § 8.5.4), 214.5-7 (sbr. §
8.5.4) og 215.1 (‘Nú bjó Þórarinn Árón á brott frá
Svínafelli’),13 215.19 (‘því at henni var mikil önn á um
ferðir Áróns’). Allir þessir póstar eru teknir upp í Ár-
texta í SturlGV II og SturlJMK II,14 en hins vegar
ekki GA, c. 206.10-20 (sbr. § 8.5.2, nmgr. 9) né
heldur c. 194.5-10, um nauðsyn bæna, en sá póstur
11 Sbr. Stefán Karlsson, ‘En konjektur til Áróns saga’, Opuscula
V (BA XXXI, 1975), pp. 412-14.
12 Um þessa málsgrein segir Guðbrandur Vigfússon neðanmáls
við textann í SturlGV II: “it may be a gloss”. Sama orðalag er þó á
GA, c. 197.8-10, og sú málsgrein er einnig í Ár sjálfstæðri. Sbr.
einnig ‘Verpa menn svá á, at hann muni hafa fengit aukit (!) .cc.
hundraða’ (SturlGV II, p. 336.7-8).
13 Þetta kynni að vera viðbót GA-safnanda, sett vegna þess að
visunum var skotið inn í frásögnina, sbr. § 8.5.4.
14 Lengri lesháttur GA, cc. 195.12-13 og 196.22-23, er reyndar
aðeins tekinn upp í síðarnefndu útgáfuna; á síðari staðnum er
blendingstexti í SturlGV II.