Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 81
§ 3.5.16
AM 394 4to (Aa2)
LXXV
(nema í man (nt. af ‘munu’) 7.56 o.v.), enda stendur n yfir línu
fyrir ann í orðum eins og formann 175.18 og banne 15v
(141.38).
Endingin -‘un’ virðist einlægt vera skrifuð un, t.d. í gud-
laustun (u og strik yfir) lOr (54.11) og uitrun (‘ru’ bundið) lOv
(57.1). Sama máli gegnir um -‘unn’ í ‘miskunn’, t.a.m. myskun
(u og strik yfir) 13v (83.48) og 27r (199.26), og í jorun 19r
(149.4).
Fáein önnur dæmi hafa fundist um n (þ.e.a.s. oftast strik yfir
sérhljóða) fyrir ‘nn’ í bakstöðu, min 17r (GD), en 19v (149.23 og
26), jn (ao.) 20r (153.28), hin 20r (156.9), 28v (207.7) o.v. og
Martein 28r (206.2). I innstöðu er n fyrir ‘nn’ a.m.k. í menirnir
22v (172.1) og styrkunir 184.23, en annars eru ‘n’ og ‘nn’ greind
reglulega að á milli sérhljóða.
Ritað er uatnz firdi 235.3, en ‘n’ er þar bundið, og endranær
virðist vera ritað uatz eða uats, sbr. § 3.5.21.
Um rn fyrir nn sjá § 3.5.18.
3.5.17. Að öllum jafnaði er pt í ‘eptir’, en ft a.m.k. í eftir
8.26, þar sem er latneskt f. Enn fremur er skrifað t.a.m. lypt
6.19, skipti 6v (20.23) og heipt 27r (201.7). Þegar ‘f er í
skyldum orðmyndum er oftast skrifað ft, t.a.m. í landskialftar 5v
(15.10) og þurfte 6r (16.22), en pt þó í greptinum 9r (44.59) og
grepti 16r (144.5).
Ritað er fs í bæjamafninu ufsa lOr (54.14 og 55.14) og ufsum
lOv (56.2) og í viðurnefninu ufsi 20v (161.4).
‘upp’ er venjulega skrifað up, t.d. 172.19 og 175.3 (eins og
stöku sinnum er gert í Aa'), en stundum upp, t.d. 13r (80.15) og
17v (GD).
3.5.18. Skrifari notar þrenns konar r, venjulegt r, krók-r (r
rotunda, hér einnig prentað r) og hásteflings-r (prentað R).12 I
framstöðu og í upphafi orðhluta er oftast skrifað r, t.d. í Reyndr
175.6 og forRad 175.9, og stöku sinnum endranær, t.d. í sko\nte
(fremst í línu) 186.3 og meÍR (trúlega eftir forriti) 196.20.
Venjulegt r er mjög sjaldgæft í framstöðu, en krók-r all-títt, og
það r er jafnframt lang-algengast í innstöðu og bakstöðu.
Venjulegt r er oft notað þegar bundið er þeir(-) og eins í stóru
letri í upphafi kafla, en sjaldan þess utan.
I bakstöðu er skrifað r bæði fyrir eldra ‘r’ og ‘rr’, t.d. í kyr
(kk.) 9v (48.11) og fer (3. p.) 7.14. Reyndar er skrifað herr (nf.)
12 I upphafi málsgreinar og í sémöfnum er stundum skrifað R, og
öll þessi r eru í textanum prentuð R eða r/fi samkvæmt reglum í
§ 2.6.8.