Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 56
L
Inngangur
§ 2.6.2
р. 419, hölge (= helge GA, c. 14.2), sem einnig er
prentað 0, t.d. Bisk, p. 455, þerra (= þeRa GA, c.
63.12) , en að öllum jafnaði er prentað e í Bisk. Þar er
é einnig venjulega prentað é, þó að það sé lokað, en
stöku sinnum b, t.d. Bisk, p. 459, Saurbb (= Saurbe
GA, c. 77.2) og Bisk, p. 468, sbla (= séla GA, c.
91.13) . I þessari útgáfu hefur það ráð verið tekið að
prenta alltaf é, enda þótt e sé lokað, og e þegar við ‘e’
er að búast, enda þótt stafurinn líkist 0. I fáeinum
tilvikum, þar sem stafurinn er allt að einu og 0 og
myndir með ‘e’ og ‘ö’ eru hugsanlegar, hefur þó verið
prentað 0: huaruetna cc. 25.49 og 68.9, hallz c. 110.95
og stackr c. 204.17 (steyckr c. 81.8, sbr. § 2.6.3).
2.6.3. I Aa1 eru að vonum notuð sömu tákn fyrir
gamalt ‘0’ og fyrir gamalt ‘o’, þ.e.a.s. 0, 0 og au, en
stundum e, t.a.m. í sagnmyndunum kemr, snero og
grero. Gamalt ‘0’ er einnig ritað e í Exar heiðe c.
105.18 og exe 141.5. Bæði þessi dæmi eru úr ís-
lendinga sögu texta og kynnu að vera úr forriti, því að
annars eru beygingarmyndir nafnorðsins ‘ox’ skrifaðar
eyx(-) a.m.k. 13 sinnum, og jafnframt er skrifað Eyxna
dals heiðe 122.8 og 10 og eyxnum c. 230.14, en engin
dæmi eru um ‘ox’ eða ‘oxn’ með ‘ö’-tákni. Aðeins eitt
dæmi er um ey fyrir einhljóð (gamalt ‘0’) í öðrum
orðum. Það er steyckr c. 81.8, sem kynni að vera úr
forriti,6 því að ritað er t.a.m. stockua c. 47.16, stacte
с. 85.14, staucte c. 89.18 og staukt c. 35.18. Hjá sama
skrifara í AM 122 a fol. telur Kálund (SturlKál I, p.
xxiii) 21 dæmi um eyx(-) og eyxn(-).7
5 Hér er 0 ekki öruggt, og mætti e.t.v. lesa hellz, sbr. c. 249.14,
þar sem e er skýrt.
6 Þetta er í PG-texta (sem Sturl sleppir), og GBa hefur hér
stockr, en steykr í næstu línu (þar sem GA hefur hleypr). I GBa er
ey reyndar svo algengur ritháttur fyrir gamalt ‘0’ að af þessari
samsvörun verður ekki ráðið að steyckr í Aa1 sé úr því erkiriti PG,
sem liggur að baki GA og GB.
7 eyxl (= ‘oxlj SturlKál II, p. 219.11, sem er eina dæmi Kálunds
um ey fyrir gamalt ‘o’ hjá skrifaranum, er án efa misritun; -eyxe er