Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 180
CLXXIV
Inngangur
§ 9.3.2
Þegar vísað er til Sturl hefur oft verið leitað til
handritanna sjálfra, því að í ljós hefur komið að
lesbrigðaskrá úr SturlIIp í SturlKál er ekki alls kostar
tæmandi, og einkum eru vitnisburðir um leshætti
SturlBr þar iðulega ófullkomnir eða rangir af þeirri
alkunnu ástæðu að Kálund hafði ekki aðstöðu til að
nota það handrit til neinnar hlítar við útgáfu sína og
varð því oftast að láta SturlGV (“Bx” hjá Kálund)
vera staðgengil hennar.4 SturlGV er hins vegar mjög
lakur fulltrúi SturlBr, sumpart vegna þess að texta Br
hefur víða verið breytt eftir SturlV5 og Guðbrandur
Vigfússon tekið breytta textann athugasemdalaust
fram yfir upphaflegan texta Br,6 en auk þess eru
leshættir í SturlGV stundum án grundvallar í Sturl-
handritum.7
Þegar vísað er hér til leshátta úr Aróns sögu eru
þeir jafnan teknir eftir skásta handriti sjálfstæðrar Ar,
sem til er að dreifa hverju sinni, sbr. skrá í § 8.5.1, en
4 Sbr. SturlKál I, pp. lxxii-lxxiv. - Við þessa útgáfu hefur reyndar
heldur ekki verið aðstaða til að fletta upp í SturlBr, en hins vegar
hafa verið notaðar ljósmyndir af henni.
6 Þessar breytingar kunna að einhverju eða öllu leyti að vera
gerðar af Finni Magnússyni, sem átti SturlBr og krotaði í það (sbr.
SturlKál I, p. lviii og nmgr. við pp. 330.13-14 og 351.2-3), og
Finnur átti einnig SturlV (sbr. SturlKál I, p. lxiii).
6 Til dæmis má taka SturlKál I, p. 276.27 ‘vitni’; þannig hefur
upphaflega einnig staðið í Br, en verið breytt þar í ‘unnit’ eftir V,
tekið þannig upp í SturlGV I, p. 213, og eftir henni sem Bx-
lesbrigði (með stuðning frá V) í SturlKál.
' Hér skulu nefnd tvö dæmi um þetta: Þar sem SturlKál I, p.
278.23, hefur ‘landi’ í aðaltexta hefur Br sama orð, en í SturlGV I,
p. 215, er tekinn athugasemdalaust upp leshátturinn ‘láði’ eftir Bisk
(sbr. GA, c. 127.25), og sá lesháttur birtist sem Bx-lesbrigði (með
stuðning frá Aa1 (“R”) í SturlKál. Svipuðu máli gegnir um SturlKál
I, p. 353.14 ‘norðan’ með lesbrigðinu ‘sunnan’ úr 657 (þ.e. GBa) og
Bx; í Br stendur ‘norðan’ eins og í öðrum Sturl-handritum og GA, c.
182.23, en Guðbrandur hefur tekið leshátt Ba athugasemdalaust
upp í SturlGV I, p. 252, (úr nmgr. við Bisk) og villt með því Kálund
og valdið óþörfum vangaveltum hjá Birni M. Ólsen (SSÍ III, pp.
283-84 og 290-91).