Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 39
§ 2.2.2
AM 399 4to (Aa')
XXXIII
komið,5 en fyrir endurgerð GA skiptir máli hvar texti
Is um Guðmund hefur endað, því að trúlegast er að
þar hafi frásögn GA af Guðmundi einnig lokið.
2.2.3. Frásögnin af elli Guðmundar, banalegu og
andláti, sem Björn M. Olsen og Pétur Sigurðsson
töldu niðurlag frásagnar Is af honum,6 fyllir 41 línu í
SturlKál (I, pp. 488.23-490.5), en það mundi samsvara
ámóta mörgum línum í Aa1. Framhald þessarar frá-
sagnar í Sturl, þar sem m.a. er sagt frá útför Guð-
mundar, þangað til leiðir Sturllp og SturlIIp skilur,
nemur 16 línum í SturlKál (I, p. 490.5-20). Um þennan
póst sagði Björn M. Olsen:7 8 “Það er óhugsandi, að
Sturla Þórðarson hafi samið þennan kafla, eða að
safnandi Sturlungu hafi tekið hann eftir Islendinga
sögu - til þess er of mikið klerkabragð að honum.”
Þessi fullyrðing er marklítil, ekki síst þar sem veruleg
orðalagslíkindi eru hér með frásögn Sturl (og Guð-
mundar sögu B (GB)) og frásögn Hákonar sögu
Hákonarsonar eftir Sturlu Þórðarson af líki konungs
og útför hans, einkum eftirfarandi póstum:
Sturl (GB)8
Allir dáðu, er sá, þenna lík-
ama ok kváðuz aldri sét hafa
dauðs manns hold jafnbjart
eða þekkiligt sem þetta . . .
Kolbeinn kaldaljós þakkaði
Hákonar saga9
Þá gekk til fólkit at sjá líkit,
ok sýndiz mönnum (ollum
Flat.) bjart ok þekkiligt ok
fagr roði í andlitinu sem á
lifanda manni . . . þakkaði
5 Bjöm M. Ólsen, ‘Um Sturlungu’, SSÍ III, pp. 293-97. -
SturlKál I, pp. 490-91. - Pétur Sigurðsson, ‘Um Islendinga sögu
Sturlu Þórðarsonar’, SSÍ VI.2 (Rv. 1933-35), p. 174. - Jón
Jóhannesson, ‘Um Sturlunga sögu’, SturlJMK II, pp. xx-xxi.
6 Sjá tilvísanir í nmgr. 5.
7 SSÍ III, pp. 294-95.
8 Texti Sturl er tekinn eftir SturlKál, sem fylgir hér SturlIIp. -
Ur GB (c. 115.38) er hér aðeins tekið eitt lesbrigði sem skiptir máli
fyrir samanburðinn.
9 Codex Frisianus (Christiania 1871), p. 581, og valin lesbrigði úr
Flateyjarbók III (Christiania 1868), p. 231. - Stafsetning textans er
samræmd hér.