Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 155
§ 8.1.2
Heimildir GA
CXLIX
styttur áfram, en fjórar annálagreinar (samkvæmt
annálum frá 1196 og 1197) í GA, cc. 55.1-4 og 56.1,
eru allar jafnframt í GB og annálagreinar frá 1198,
GA, c. 61, eiga sér sumar hliðstæðu í GB og ein
þeirra í Sturl. Eiginlegar annálagreinar (sem ekki
snerta ævi Guðmundar) frá 1199, GA, c. 67.1-4, eiga
sér hvorki samsvörun í Sturl eða GB, en hins vegar
eru tvær aðrar annálagreinar á svipuðum stað í GB;
önnur þeirra er ekki í GA, en hin er þar meðal greina
frá 1198.19 Niðurstaða þessa samanburðar er sú að
frá tímaskeiðinu 1161-99 hafi verið annálagreinar frá
hverju ári í PG, en auk þess hafi verið bætt við nýjum
greinum i GA úr sérstökum annál 1177 og flest ár
eftir það.
8.1.3. Annálagreinar frá síðustu árunum fyrir bisk-
upsvígslu Guðmundar, 1200-02, eru í GA, cc. 88.5-
13, 94.17-22 og 112.10-16, greinarnar frá 1201 á
mörkum ís-texta og PG-texta, en hinar inni í PG-
texta. Þessara greina sér engan stað í Sturl eða GB,
þannig að hæpið er að PG hafi haft nokkrar annála-
greinar frá þessum árum.20
8.1.4. Frá biskupstíð Guðmundar eru annálagrein-
ar frá hverju ári 1203-3221 í GA, cc. 117, 125.16-19,
139-40, 145.15-20, 146.12-17, 148,22 155, 158-60,
167, 174, 176, 208, 224-26, 227.12-17 (og 228.2),
234-37 og 241-42, og engar þessara greina eiga sér
samsvörun í Sturl eða GB að öðru leyti en því, að í
19 Þessar greinar GB eru settar innan hornklofa í GA-texta í
Bisk, en nokkrum línum framar en þær eru í raun og veru í GB.
20 Skýring á þessu kynni annað hvort að vera sú. að vegna mikils
efniviðar frá þessu skeiði hafi höfundi PG léðst að grípa til þess
annáls, sem hann mun hafa haft fyrir sér, eða að sá annáll hafi ekki
náð lengra en til 1199.
21 Þar eð niðurlag GA er ekki varðveitt vantar annálagreinar frá
árunum 1233-37, en ein þeirra er varðveitt í ágripinu í AM 111 8vo,
sbr. §§ 2.2.7 og 7.5.1.
22 Annálagreinar í c. 148 eru reyndar að nokkru blandnar Is-
texta, sbr. § 8.4.1, nmgr. 4.