Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 98
XCII
Inngangur
§ 3.8.6
bókasafni í Uppsölum), eins og Davíð Erlingsson
benti mér á fyrir nokkrum árum.24 Að því er Einar G.
Pétursson hefur tjáð mér, er 114 notað í ‘Samantektum
um skilning á Eddu’, sem Jón lærði tók saman fyrir
Brynjólf biskup Sveinsson 1641, en er ekki varðveitt í
frumriti.25 114 er varla síðar skrifað en 1638, því að
vorið 1639 fékk Stephanus Johannis Stephanius DG
11 að gjöf frá Brynjólfi biskupi,26 og trúlega hefur
biskup haft handritið með sér þegar hann fór utan
haustið 1638.27
114 er með sömu hendi og þau handrit sem hafa
verið nefnd hér að framan í §§ 3.8.0-3. Táknið ó
fyrir ‘ö’ er hér algengt, en skriftin er ekki eins sett og
í 424 (§ 3.8.3). Að því leyti svipar handarlagi meira
til 727 I (§ 3.8.1), en latneskt f og venjulegt r eru
mun algengari í 114 en í 394, 727 I, 1235 og 424 (sbr.
§§ 3.5.10 og 18 um 394), einkum síðarnefnda táknið,
þannig að 114 er vafalítið yngra en þessi handrit, enda
eru þau öll nema 424 ársett fyrir 1600.
A.m.k. tvær spássíugreinar í DG 11 virðast vera
með þeirri hendi sem hér er til umræðu, “lan hefur
l(an) upp” á p. 19 og “j 3 uiku l(anga) fosto
mid(ui)k(u) d(ag) . . .” á p. 107.28 Ef þessi grein felur í
sér tímasetningu á uppskriftinni 114, er fyrir það girt
að hún hafi verið gerð sumarið 1638 meðan Brynjólfur
Sveinsson dvaldist á Islandi (sbr. tilvísun í nmgr. 27),
en ef Jón lærði hefur skrifað 114 fyrir Brynjólf, ætti
það að ,hafa gerst veturinn 1636-37, þegar Jón
24 Sbr. einnig Kobenhavns Universitet. Arbog 1981, p. 425.
25 Sbr. Páll Eggert Ólason, Menn og menntir IV, pp. 284-85. -
Munnmœlasögur 17. aldar, ed. Bjarni Einarsson (Islenzk rit síðari
alda 6, Rv. 1955), pp. lxiv-lxv. - Jón Helgason, ‘Til Hauksbóks
historie i det 17. árhundrede’, Opuscula I, pp. 25-26.
26 Snorre Sturlasons Edda (1] (Stokkh. 1962), pp. 16-17.
27 Páll Eggert Ólason, íslenzkar œviskrár I (Rv. 1948), p. 286.
28 Lesið í handritinu sjálfu, sbr. ljósprentið 1962 (sjá nmgr. 26).
- Hliðstaeður dagsetningarinnar eru í 394, ff. 9v og 13v, sbr. §§
3.4.2. og 3.8.0.