Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Page 63
§ 3.2.3
AM 394 4to (Aa2)
LVII
uandrœdi. og uandkuœdi í Aa2, f. 27r. Einnig hefur
orðið vart við að bætt sé við merkingarlitlum orðum í
kaflalok, sbr. c. 171.41 þeira] + ad þui sin[n]e Aa2, f.
22r, og c. 205.35 sinne] +þetta mal etc(etera) Aa2, f.
28r. Að öllu samanlögðu verður þó að telja að Aa2 sé
mjög þokkaleg heimild um varðveittan texta Aa1, og
væntanlega gegnir sama máli um þá hluta sögunnar
þar sem Aa2 fyllir eyður Aa1.
3.2.4. AM 394 4to varðveitir þó ekki einvörðungu
texta Aa1, eins og ætla mætti af ummælum Arna
Magnússonar á miða a og Guðbrands Vigfússonar í
Bisk. A miða b tekur Arni nákvæmar til orða, þar sem
hann talar um uppskriftina aftur fyrir orðin byskup
verit .v. vetr ok .xx., þ.e.a.s. aftur á f. 28v í 394, en þó
að fráteknum Selkollu þætti, sem stendur á ff. 16r-
18v. Selkollu þáttur og tvö önnur innskot aftar í
handritinu eru bútar úr Guðmundar sögu D (GD),5 og
verður gerð nánari grein fyrir þeim texta í útgáfu GD,
en hér skal litið á hve mikill texti er varðveittur í 394
(§ 3.2.5) og hve mikið vantar í handritið (§§ 3.3.1-2).
3.2.5. Ff. lr-7v svara til GA, cc. 1.1-27.12;6 ff. 8r-
13v svara til GA, cc. 40.18-83.51; ff. 14r-16r39 svara
til GA, cc. 132.7-146.6;7 ff. 16v-18v8 svara til GD, cc.
37-39 (Bisk II, pp. 77-88); ff,19r-20v svara til GA, cc.
146.89-162.3; f. 21r10 svarar til GA, c. 164.12-34; ff.
5 Sjá SIB, p. 14.
6 Hluti af þeim texta er prentaður eftir Aa2, sbr. § 3.2.1.
7 í stað c. 146.6-8 beðe - annat hefur 394, f. 16r39-40, þetta
niðurlag kafla: þ/o s]kal s(eigia) fra einum atburd af þeim. sem hier
nu epter fer. etc(etera). Síðan kemur fyrirsögn (f. 16r40-42) með
rauðu bleki: Hier hefur fufpp selkollu þatt. med morgum atburdum og
tilferlum. er skedi. huad <gud> ueitte af sinne myskun seme. fyrir sinn
goda uin G(udmund) b(yskup).
8 Á neðri spássíu á f. 18v stendur með hendi skrifara: nu er ute
selkollu þattur. enn tekur aptur til efnisins.
9 F. 19r hefst á c. 146.12-17 A - broður, en síðan tekur við c.
146.8-12 prestar - byskup.
10 Efri hluti blaðsins (meira en helmingur) er skorinn burtu, og
verso-síða blaðsins er torlæsileg og sums staðar ólæsileg með öllu.