Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 38
XXXII
lnngangur
§ 2.2.1
grundvelli samanburðar við Sturlunga sögu (Sturl) og
aðrar Guðmundar sögur skal getum að því leitt hvað
það hafi haft að geyma og hversu langt það hafi
verið.1
2.2.2. Frá því að köflum úr Áróns sögu sleppir
(GA, c. 220 (223)) eru heimildir GA tvær, íslendinga
saga Sturlu Þórðarsonar (Is) og annálar.2 Niðurlag
textans á f. 74v um sætt í Flatatungu svarar til
SturlKál I, p. 459.14. Ef frá eru skildar tvær línur um
afskipti Sigurðar erkibiskups af málum Guðmundar,3
segir ekki af Guðmundi biskupi fyrr en í SturlKál I,
p. 488.23, en þar er tekinn upp þráðurinn þar sem
frá var horfið í SturlKál I, p. 459.14, og sagt frá síðustu
æviárum Guðmundar, banalegu hans, andláti og útför,
og í framhaldi af því er greint frá jartein við greftr-
unina og frá daglegu bænahaldi Guðmundar. Svo
illa vill til að í bæði skinnhandrit Sturl, Króksfjarðar-
bók, AM 122 a fol. (Sturll), og Reykjarfjarðarbók,
AM 122 b fol. (SturlII), vantar um þetta bil, og eru því
uppskriftir frá 17. öld, runnar frá þessum skinn-
bókum (Sturllp og SturlIIp), einu heimildirnar um
texta Sturl hér. Við frumuppskriftir þessara handrita-
flokka, einkum Sturllp, hafa báðar skinnbækurnar
verið notaðar, svo að ekki er um hreina texta að ræða.4
Fræðimenn hefur greint á um að hve miklu leyti
sumt af því síðasta sem þessar uppskriftir hafa af
Guðmundi að segja væri úr Is eða frumgerð Sturl
1 í Bisk, p. liv, er gert ráð fyrir að glatað niðurlag Aa1 hafi verið
á sex blöðum, þ.e.a.s. að síðasta kver bókarinnar hafi verið 8 blaða
kver eins og flest hinna, en fyrir því eru ekki faerð nein rök.
2 Bisk, p. lxii. - Björn Magnússon Ólsen, ‘Um Sturlungu’ (SSÍ
III, Kh. 1902), pp. 255-56, 272-86 og 302-03. - Sjá enn fremur §
8.4.
3 SturlKál I, p. 460.24-25. - Þessar línur skírskota til þess sem
segir framar í SturlKál I, p. 415.23-24, sbr. GA, cc. 240.49-52 og
242.3-6.
4 SturlKál I, pp. xli-xlii.