Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 44
XXXVIII
Inngangur
§ 2.2.6
frá fundi í Flatatungu, þar sem f. 74 í Aa1 endar
(SturlKál I, p. 459.14), og frásagnarinnar af elli Guð-
mundar og andláti (SturlKál I, p. 488.23), því að eitt af
einkennum GA gagnvart öðrum gerðum Guðmundar
sögu er það, að í henni er að finna töluvert efni úr Is,
sem snertir ekki Guðmund biskup beinlínis, en ógern-
ingur er að komast að því hve mikinn hluta þessa
texta hefði verið um að ræða.25
2.2.7. Fullvíst má telja að í glötuðu niðurlagi GA
hafi verið annálagreinar áranna 1233-37, þar sem
hvorttveggja er að Aa1 og Aa2 hafa að geyma annála-
greinar frá öllum æviárum Guðmundar frá 1161 og
fram til 1232 (GA, c. 242) og annálagrein frá 1233 er
að finna í ágripi Guðmundar sögu í AM 111 8vo,26 sem
a.m.k. að meginstofni á rætur að rekja til GA, þó að
það sé varla runnið frá Aa1, sbr. § 7.5. Frásagnir
síðustu kafla GA, sem varðveittir eru í Aa1 (cc. 243-
57) eru að nokkru í óreglulegri tímaröð (eins og í
Sturl),27 en munu flestar eiga við árin 1231-34.
Trúlegt er því að annálagreinar áranna 1233-34 hafi
staðið þegar eða skömmu á eftir þeim texta sem f. 74
endar á, en annálagreinar frá 1235-37 að lokinni
frásögn af elli Guðmundar og andláti. Annálagreinar
áranna 1231-32 á f. 70r fylla hálfa tíundu línu í
handritinu, og hefur því væntanlega þurft nálægt
25 í GB eru engin efnisatriði sem eiga sér samsvörun í SturlKál I,
pp. 458.19-488.23, en í Guðmundar sögu C (GCa, Papp. 4to nr. 4)
eru fáein atriði: f GC, c. 115 (GCa, f. 76r), er örstutt framhald af
frásögn um fund og sætt í Flatatungu (sbr. SturlKál I, p. 459.16-
18), og í GC, c. 117 (f. 80r), er minnst é útkomu Sturlu Sighvats-
sonar (sbr. SturlKál I, p. 479.8-9), utanför Kolbeins unga (sbr.
SturlKál I, p. 476.16-17) og kjör þeirra Kygri-Bjarnar og Magnúsar
Guðmundssonar til biskupa (sbr. SturlKál I, p. 486.20-22). Eins og
áður segir (§ 2.2.5) verða engar ályktanir um niðurlag GA dregnar
af GB, og sama máli gegnir um GC og um GB í því efni.
26 Sjá Viðbæti, 1. 140 með nmgr.
27 Sjá Jón Jóhannesson, SturlJMK II, p. xl. (Þær kapítulatölur
úr útgáfu ís í SturlJMK I, sem þar eru nefndar, eru einum of háar.)