Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 146
CXL
Inngangur
§ 7.5.2
kallaðr var Fljótabiskup, og mætti Ketill prestr hafa
verið villa fyrir Jóri prestr Ketilsson}2 Þessi texti væri
þá dreginn saman í GB. I GA hefði komið upp villan
biskup fyrir prestr, og þar hefur verið tekið upp nafn
Jóns prests Ketilssonar úr annál, en verið fellt niður
aftur í 111, sem hvort eð er tekur ekki nema hrafl úr
heimild sinni. I GAa hefur þessu nafni hins vegar
verið troðið inn í upphaflegu greinina, og auk þess er
þar upp komin vitleysan biskupsson, e.t.v. fyrir áhrif
frá GA, c. 159.2-3, Andaðiz Ketill biskupsson.
Ovíst er hvaðan komin er annálsgrein í 11. 114-15,
Og á því ári var upp tekinn heilagur dómur Þorláks
biskups í Skálaholti. Næst á undan er sagt frá vetr-
inum 1227-28, en næst á eftir 1221-22, og er e.t.v.
nærtækast að ætla að þetta samsvari frásögn annála
1229 af upptöku Þorláks, sem er þannig orðuð í GA,
c. 236.7, og StormAnn IV: Translatio beati (sancti IV)
Thorlaci episcopi (+ secundo IV). I StormAnn IX segir
hins vegar: Upp tekinn heilagr dómr Þorláks biskups.13
Auk orðalagsins mælir það gegn því, að greinin sé
komin úr GA, c. 236, að önnur annálsgrein úr þeim
kafla stendur í 11. 153-54 í 111.
Frásögn af suðurgöngu Sturlu Sighvatssonar er
rækilegri í 111, 11. 138-40, en í GAa: var leiddur fyrir
hverjar kirkjudyr alnakinn og strokinn með vöndum]
12 Eggert Ó. Brím (ANF 8, p. 344) taldi Jón prest Ketilsson
Fljótabiskup vera sama mann og Jón Ketilsson goðorðsmann í Holti
í Fljótum, sem kemur við Guðmundar sögu dýra 1187-88. Sá Jón
var handgenginn Brandi biskupi Sæmundarsyni, og hann mun hafa
verið skyldur Katli biskupi Þorsteinssyni (sbr. SturlJMK II, 39.
ættskrá, og Sturlunga saga, ed. Benedikt Sveinsson, IV (Rv. 1915),
pp. xxvi-xxvii); hvorttveggja kynni að hafa átt þátt í því, að hann
hefði fengið viðurnefnið ‘Fljótabiskup’.
13 Latneska orðalagið Translatio sancti Thorlaci (+ episcopi
StormAnn) er haft um upptöku Þorláks'1198 í GA, c. 61.7, og
StormAnn IV, V, VH og VIII, en rTekinn upp (Upp tekinn GA) heilagr
dómr Þorláks biskups í StormAnn I og III og í fyrirsögn fyrir GA, c.
63. (í StormAnn IX er þriðja orðalagið.)