Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 135
§ 7.2.3
Agrip Guðmundar sögu í AM 111 8vo CXXIX
kringdu hljóðanna og þeirra ókringdu, en e.t.v. má draga þá
ályktun af þessu yfirliti, að skrifari hafi átt auðveldara með að
greina á milli ‘i’ og ‘y’ og ‘ei’ og ‘ey’, heldur en á milli ‘í’ og ‘ý’;* * 5
á ij, ji og iji mætti hugsanlega líta sem afbrigði af y, notuð
nokkum veginn reglulega á undan n (og m), bæði þegar það
stendur fyrir ‘y’ og þegar það táknar samfallshljóð ‘í’ og ‘ý’.
7.2.4. Lykkja virðist vera notuð til að greina ‘ó’ frá, ‘o’ í holi
111 og bol v3.4.
7.2.5. Fyrir ‘u’, ‘ú’ og ‘v’ er venjulega notað v, en stöku
sinnum u, helst í nafninu ‘Guðmundur’.
í kvlv 15 er v e.t.v. sérstakt tákn fyrir ‘ú’ (sbr. § 7.2.4), en
þegar ritað er u fyrir ‘u’ er stundum lykkja yfir (sem ekki er
haldið í prentun); þetta gildir um mundi 65, gvdmundar 102,
hug v3.2 og Gunlaugvr (u1) á spássíu f. 3r.
I endingum er einlægt v, en bundið er m° og f° og leyst upp
messo 35 og foro 104.
Skrifað er hvn 147, 149 og 150.
Stoðhljóðið ‘u’ er alltaf táknað, endingin skrifuð vr eða
bundin.
7.2.6. ‘æ’ er einlægt skrifað æ nema í klangvr6 5.
0 Svo er farið um séra Gissur Sveinsson (f. 1604), sbr. Kvæðabók
séra Gissurar Sveinssonar, ed. Jón Helgason (Islenzk rit síðari alda,
2. fl. 2 B, Kh. 1960), pp. 20-22.
6 Samfalls á ‘ang’ og ‘æng’ er helst að vænta þar sem tvíhljóðs-
framburður á ‘æ’, líkur þeim sem nú tíðkast, [ai], er eldri en
tvíhljóðun á ‘a’ í [au] í sambandinu ‘ang’, þ.e.a.s. einkum á
Vesturlandi. - Jón Helgason nefnir dæmi um ritháttinn Klangur
fyrir ‘Klængur’ í nokkrum handritum Hungurvöku (Byskupa sogur 1
(Kh. 1938; = EA A 13,1), p. 70), m.a. hjá Jóni Gissurarsyni (d.
1648), sem var Vestfirðingur, og sami ritháttur kemur margsinnis
fyrir í Árna sögu uppskrift sama skrifara, AM 114 fol. - Elstu dæmi
sem ég hef rekist á um rugling sambandanna ‘ang’ og ‘æng’ eru
hœnganda (= ‘hanganda’) í vestfirsku bréfi 1460, sem er varðveitt í
stafréttri uppskrift (DI V, nr. 192) og sangur (= ‘sængr’). í vestfirsku
frumriti frá 1470 (DI V, nr. 497). - Frá því á 17. öld og fram á
þessa eru til ýmsir vitnisburðir um samfall ‘ang’ og ‘æng’ á
Vestfjörðum og allt suður á Snæfellsnes, bæði á þann veg að
samböndin hafi vérið borin fram sem [ang) og sem [aing], sbr. Jón
Helgason, ‘Islandske bryllupstaler fra senmiddelalderen’, Opuscula
I (BA XX, 1960), p. 152; Árni Böðvarsson, ‘Þáttur um málfræði-
störf Eggerts Ólafssonar’, Skírnir CXXV (Rv. 1951), pp. 167-68;
Jón Aðalsteinn Jónsson, ‘Ágrip af sögu íslenzkrar stafsetningar’,
Islenzk tunga 1 (Rv. 1959), p. 81; Björn Guðfinnsson, Um íslenzkan
framburð. Mállýzkur II, ed. Ólafur M. Ólafsson og Óskar Ó.
Halldórsson (Studia Islandica 23, Rv. 1964), p. 131.