Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 167
8.5.1
Heimildir GA
CLXI
GA, cc. Handrit SturlGV H, pp.
175.28-179.13 AM 212 fol., 2r-3r 313.33-315.7
179.13-185.13 Eyða 315.7-318.18
185.13-202.25 AM 212 fol., 4r-8r 318.18-324.13
202.25-210.1 Eyða 324.13-326.32
210.1-212.10 AM 212 fol., 9r-v 326.32-328.5
212.10-[216.32]3 AM 426 fol., 196v-198v 328.5-332.24
[216.321-223 AM 551 dþ 4to, lr-4r 332.25-341.10
Þeir hlutar Ár, sem ekki eða að litlu leyti vóru
teknir upp í GA, vóru prentaðir í Bisk, pp. 619-38, en
síðar gaf Guðbrandur Vigfússon söguna út í heild í
SturlGV II, pp. 312-47. Sú útgáfa er þó að litlu gagni
til samanburðar við GA, því að þann hluta Ár, sem er
í GA, prentaði Guðbrandur að mestu eftir GA-texta
Bisk (en felldi niður glögg innskot úr Is),4 og í
SturlGV II er texta GA og Ár sjálfstaeðrar víða hrært
saman athugasemdalaust og jafnvel teknir upp les-
hættir sem eiga sér í hvorugri stoð.5 Munur á Ár-texta
GA og Ár sjálfstæðrar er æði mikill, og texti GA er
ugglaust jafn-betri, ekki aðeins þar sem varðveittur
sjálfstæður texti er sýnilega spilltur. Allt um það eru
margar villur í Ár-texta GA, þannig að hæpið er að
ætla að safnandi GA hafi haft frumtexta Ár í höndum,
eins og John Porter hefur stungið upp á.6
3 Texti GA fylgir fs að mestu þegar hér er komið.
4 Sbr. SturlGV I, p. cxvii. - Björn M. Olsen hefur þó í umfjöllun
sinni um afstöðu ís og Ár gert ráð fyrir að Guðbrandur hafi í útgáfu
sinni fylgt handritum sjálfstæðu sögunnar svo langt sem þau náðu,
en aðeins fyllt eyðurnar eftir Aa1 (sbr. SSÍ III, p. 255).
5 Útgáfa Jóns Jóhannessonar á Ár í SturlJMK II, pp. 237-78, er
reist á útgáfunni í SturlGV II, en stundum hafður stuðningur af
Bisk. Þar er því einnig blandaður texti, og þeir leshættir Ár
sérstakrar, sem ekki er getið í útgáfum Guðbrands, hafa hvergi
komist á prent.
6 Op. cit. (sbr. nmgr. 1), p. 144. - Áróns saga hefur í seinni tíð
verið talin samin um eða undir miðja 14. öld, sbr. SturlJMK H, p. 1,
Magnús Már Lárusson, ‘Arons saga’, Kulturhistorisk leksikon for
nordisk middelalder I (1956), col. 251, og John Porter, loc. cit., en
eins og áður segir (§ 2.3.4) er Aa1 líklega skrifað 1330-50 og er
varla frumrit GA (sbr. § 7.5.4).