Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 156
CL
Inngangur
§ 8.1.4
fáeinum þeirra eru nefndir atburðir sem sagt er frá í
samfelldu máli í þessum sögum (og þá einnig í GA).23
Þessar greinar eru án efa allar viðbætur í GA, trúlega
teknar eftir sama annál og þær greinar sem aukið var
við annálaefni PG í GA.24 I tengslum við þessar
annálagreinar er víðast hvar tekið fram hve mörg ár
Guðmundur hafi verið biskup. Þau tímatalsákvæði
eru ugglaust frá safnanda GA komin, og í þeim er sú
skekkja að biskupsár Guðmundar eru talin frá 1202,
sbr. aths. við GA, c. 125.16-17.25
8.2. Prestssaga Guðmundar.
8.2.0. Aðalheimild GA um ævi Guðmundar fram til
biskupsvígslu er svokölluð prestssaga hans (PG),* 1
sem hefur verið sjálfstætt rit, upphaf ævisögu -
líklega helgisögu - sem ekki var lokið, og það er
varðveitt með innskotum í GA, skert í GB og stytt í
23 A stöku stað í Sturl er reyndar greint frá andláti manna eða
árferði í einni setningu, og sumt af þessu á sér samsvörun í
annálum, sbr. t.d. SturlKál I, pp. 293.19-20, 382.17-18, 427.10-11
og 450.19 (= GA, cc. 148.10-11, 227.11-12, 248.2-3 og 250.17).
24 Ef annálaefni þetta frá biskupsárunum hefði verið í Guðmund-
ar sögu, sem bæði GA og GB væru runnar frá, eins og Bjöm M.
Olsen hugsaði sér, sbr. § 8.0.2, væri það með nokkrum ólíkindum
að þess skuli ekki sjá neinn stað í GB, sem þó hefur haldið
annálagreinum í PG-texta til haga. Meðal þessara annálagreina frá
biskupsárunum í GA eru greinar sem segja frá ferli Guðmundar um
fram það sem segir í Is, einkum þær sem nefna dvalarstaði hans í
Noregi í síðustu utanför hans, GA, cc. 224.4-5, 225.3-4 og 226.2-3,
sbr. aths. við ÆG, 11. 52-54, og slíkum greinum hefði síst verið
ástæða til að sleppa í Guðmundar sögu.
26 Þessi skekkja kynni að stafa af sama misskilningi á því hvaða
Eufemíumessa var vígsludagur Guðmundar og fram kemur í GD,
sbr. nmgr. við ÆG, 1. 34.
1 I þessu riti er nafnið PG notað á þann hátt sem venjulegt er í
fræðiritum, þ.e.a.s. um sögu Guðmundar frá fæðingu og fram til
biskupsvígslu, en í GB, c. 1.21-23, (Bisk, p. 559) er nafnið notað í
þrengri merkingu: ‘I öðrum [þriðjungi sögunnar] segir frá þeim
tíðindum er gerðuz meðan hann var prestr, ok heitir sá hluti
sögunnar prestssaga hans.’ (Sbr. einnig GB, c. 80 (Bisk, p. 565).)