Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 86
LXXX
Inngangur
§ 3.6.4
3.6.4. e yfir línu er fátítt nema sem ‘re’-band, sbr. t.a.m.
breckur 240.2. Fyrir fleiri stafi stendur það í bardage 176.2 í
línulok.
3.6.5. i yfir línu stendur fyrir ‘i’ + samhljóða á venjubundinn
hátt í íil 173.4 o.v., uid (fs.) 177.6 o.v. og uit (fn.) 232.13 o.v.
og auk þess fyrir samhljóða + ‘i’, ekki aðeins ‘ri’ eins og í grid
172.25 o.fl., heldur einnig önnur sambönd, t.a.m. í bcedi 186.17
og erkiöyskup 237.2, og lengri, eins og t.d. í eigi 6.25, /irdi
175.7, hafi 186.18, hafdi 6.33, hefi 19r (spássíugrein), sinni (no.)
6.32 (sbr. einnig § 3.5.19). ‘fyrir’ er oftast skrifað f (og leyst
upp fyrir), þ.e.a.s. bundið á sama hátt og ‘firði’.
3.6.6. o yfir línu stendur sumpart fyrir samböndin uo, ro og
or, eins og venjulegt er, t.a.m. í suo 6.15, tiorstrond 7.49 og
giora 6.23. Einnig er það notað fyrir meginhluta algengra orða
sem enda á ‘u’ (sem þá er leyst upp sem o í bakstöðu), t.d. í
uoro 6.17, Aíesso 7.17, foro 172.19, fosto 177.29 og foko
182.16. f° er leyst upp fodur 175.31 og b° brodur 8.10, en
brodir 175.12, þar sem þó mætti leysa upp brodur, sbr. § 3.7.4.
3.6.7. u yfir línu er ekki aðeins notað fyrir ru, eins og í eru
7.32 og grund 187.16, heldur einnig fyrir fleiri sambönd sem
enda á ‘u’, t.d. þau 6.38, Grimseyiu 186.1, likinu 240.32 og
sijnu 181.23. m“ er bæði notað fyrir munu, 196.13, og mun 6.29
o.v.
3.6.8. Fyrir c yfir línu er prentað k í ok 6.16 o.v. og ek 6.29
o.v. (sbr. § 3.5.13) og ck í eckt' 7.30 o.v. Oftar stendur þó c yfir
línu fyrir sérhljóða + ‘k’ eða ‘kk’, og þá er prentað k eða ck
eftir atvikum, sbr. t.a.m. fok 8.14 og fæke 175.17, en cteck
175.3 og nockud 175.9 (sbr. einnig § 3.5.13). Leyst er upp
myklum 6.15 o.v., en hefði eins mátt prenta mycklum, sbr. §
3.5.13.
3.6.9. d yfir línu stendur einlægt fyrir sérhljóða + ‘d’, t.d. í
/tads 6.32, med 7.11 og gietid 177.14.
3.6.10. m yfir línu stendur fyrir um t.d. í skipum 177.26 og í
algengum orðum fyrir lengri sambönd sem enda á um, t.d. í
mormurn 6.23 og sijnum 7.24.
3.6.11. n yfir línu stendur einungis fyrir an og ann, t.d. í
uanhag 6.24 og manna 175.9. Það er einnig leyst upp ann
t.a.m. í manns 175.11 og uannst 186.16 og nær undantekninga-
laust leyst svo upp í bakstöðu, sbr. § 3.5.16.
3.6.12. Venjulegt r yfir línu er að sjálfsögðu notað fyrir ar,
en einnig fyrir meira í algengum orðmyndum sem enda á ‘ar’,
t.d. í sinnar 7.27, -/iardar 173.16 o.v. og Gizurar 176.2. sur er
ýmist leyst upp suarfar) eða suar(adi) eins og í Aa1, sbr. §
2.6.7.