Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 75
§ 3.5.3
AM 394 4to (Aa2)
LXIX
myskun 13v (83.48) og myskune 17r (GD). í 394 er skrifað
þrysuar 17r (GD); sama mynd er í Aa1 115.10, en þar vantar í
394. Hins vegar er skrifað kueikir 182.8 og ueikizt 29r (GD).
Skrifað er hybyla 178.8, 180.6 og 183.3; hér vantar í Aa1, og
eftir orðinu hefur ekki verið tekið í því handriti. Eins og Aa1
hefur 394 jafnany í ‘yfh'’ og ‘skyld’- (af ‘skulu’), en i í so. ‘þykkja’,
sbr. t.d. yfir 8v (44.55), skylldi 12r (64.9) ogþikir 32r (213.10);
þegar bundið er, er leyst upp skylld- og þik- (sbr. § 3.5.13).
Hins vegar er jafnan skrifað fire í Aa1 (þar sem ekki er bundið),
en fyrir í 394, þá sjaldan stofnsérhljóði er skrifaður, t.d. í 237.2,
og þannig er leyst upp í útgáfunni, þegar bundið er f. Dæmi um
rugling á ‘i’, ‘í’, ‘ei’ og ‘y’, ‘ý’, ‘ey’ eru rúm 50, en það mun láta
nærri að vera í eitt skipti af hverjum 100 sem þessir sérhljóðar
eru óbundnir í stofnsamstöfu; orðin sem ruglings gætir í eru þó
helmingi færri en dæmin. y fyrir ‘i’ er í byrgdum 184.8, byrnne
34r (220.34), byrtizt 16v og 18v (GD), Byrta 32r (213.25), gylla
7.2, kyppa 3r (11.17), skylldi (þgf. af ‘skjoldr’) 19v (149.29) og
26v (199.2), skyni 13r (82.8) og (Þyitymur 20r (157.1), i
fyrir ‘y’ í brinþings lv (4.15), hrigd 16v (GD) og krip(p)ling- 17r
þrisvar (GD),8 (en kryplingur 12v (77.3)), y fyrir ‘í’ í lydr 22v
(172.11) og þrisvar endranær, lyktust 31r (GD), syst 16v (GD),
skyrir 16r (143.17), tydinda 185.8 ogþynum 30v (GD), i fyrir ‘ý’
í hlidne 29r (GD) og 34v (GD) og Pridi 30r (GD), ey fyrir ‘ei’ í
breyddi 28r (204.31), fleyri 6r (19.5) og fleyr- a.m.k. á 15 öðrum
stöðum, hneygdu 29r (GD) og hneyg- þrisvar á 30r og v (GD),
leyfdi 18r (GD) og neytar 29r (GD) og ei fyrir.'ey’ í eidi husa 34r
(222.8), Reidur 13v (83.36) og Reikia h(ollt) 233.2 (en sami
nafnliður margoft skrifaður Reykia). Niðurstaðan er sú, að þrátt
fyrir að umræddum hljóðum sé lang-oftast haldið aðgreindum í
394, hafi samfalls verið farið að gæta í máli skrifara, og þess
verður ekki síst vart í spássíugreinum hans á 15r og 23r, sbr.
§3.4.2, þar sem hann hefur varla haft stuðning af forriti og
rímar e.t.v. sjálfur í bága við eldra hljóðgildi.
I endingum eru sérhljóðarnir i og e ámóta tíðir, en mistíðir á
eftir einstökum bókstöfum. T.a.m. er oftast skrifað i, þegar b
eða d fer á undan, en á eftir m, n og r er e tíðara. Við
upplausnir banda og skammstafana er einlægt haft i í útgáfunni
að því fráskildu að leyst er upp er á eftir i, t.a.m. í Seigier
193.6. I endingunni -‘lig’- hefur aðeins fundist i, t.a.m. í
greidliga 185.16 og oskapligt 196.9, en sérhljóðinn er lang-oftast
bundinn og leystur upp i. Ymist er skrifað -endi, t.a.m. likendi
184.11 og tijdendum 184.14-16, eða -indi, tijdindi 184.17, erindi
32r (212.7) o.fl.
8 I fjórum þessara fimm dæma er ri raunar bundið.