Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 165
§ 8.4.3
Heimildir GA
CLIX
vegar liggur ekki í augum uppi,17 en kynni að vera
þessi: Ummælin um Þorvald hafa verið í Is á þeim
stað sem þau eru í GA og GB. Þau hafa einnig staðið
þar í frumriti Sturl (ef Is-texti GB er kominn úr Sturl,
sbr. nmgr. 15), en verið felld niður í erkiriti Sturll og
SturlII. I Sturll hefur þeim hins vegar verið bætt við
aftur, en framar og með orðalagi sem bendir til að
þau séu fremur tekin (eftir minni?) úr GD (eða
hugsanlega GC, sem var aðalheimild GD18).19 Björn á
Skarðsá kynni að hafa skrifað ummælin eftir Sturll á
spássíu þeirrar glötuðu uppskriftar sem hann gerði
eftir SturlII, og þannig hefðu þau komist inn í texta
Br (og úr honum eða eftir Ip-handriti í V20), en í H
hefðu þau verið felld niður af því að þau stóðu ekki í
meginmáli forrits.
8.4.4. A það hefur áður verið drepið, að Björn M.
Olsen ímyndaði sér að Guðmundar saga sú sem hann
taldi liggja að baki GA og GB - eða réttara sagt
dótturrit hennar (þ), móðurrit GB - hefði verið í
höndum Sturl-safnanda,21 og úr þeirri sögu hugði
Bjöm að m.a. væri kominn ofurlítill póstur um aum-
lega og hörmulega kristni (SturlKál I, pp. 289.24-
290.3 = GA, c. 144.11-18).22 Þessa klausu hafði Guð-
17 Sbr. Bjöm M. Ólsen, SSÍ III, p. 282, nmgr. 2. - Pétur
Sigurðsson (SSÍ V.2, pp. 172-73) taldi ummælin um Þorvald meðal
efnisatriða sem væru komin í Is úr glataðri Guðmundar sögu (sbr. §
8-4.0, nmgr. 1), en útskýrði ekki hvers vegna þau standa á
roismunandi stöðum í Sturl annars vegar og GA og GB hins vegar.
18 SIB, p. 36. - Stefán Karlsson, ‘Icelandic lives of Thomas á
Becket: Questions of authorship’, Proceedings of the First Intema-
tional Saga Conference. University of Edinburgh 1971 (London
Í973), p. 228.
19 Ummælin eru í þeim hluta Sturll, sem er með 1. hendi
bókarinnar, en á það má minna að með 3. hendi Sturll er GAa1
(sbr. § 2.3.2) og með 4. hendi er GDb2 (sbr. SturlKál I, pp. xxx-
^0™), þannig að Guðmundar sögur hafa verið vel kunnar í því
umhverfi sem Sturll varð til í.
20 Um heimildir SturlV sjá SturlKál I, pp. lxii-lxiii.
21 SSÍ III, pp. 286-97 og 303-04.
22 SSÍ III, pp. 282, 297 og 303.
11 Guðmundar sögur I