Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 40
XXXIV
Inngangur
2.2.3
líkferðina ok mælti ftalaði GB) Magnús konungr líkferð með
fagrt erindi yfir greptrinum. mörgum fögrum orðum (+ ok
talaði snjallt erendi yfir greft-
inum Flat.)
Ekki er ósvipað orðalag um lík í fleiri ritum,10 svo að
þessi líkindi, þó óvenju mikil séu hér,11 eru engin
sönnun þess að höfundur sé einn, en ljóst er að
“klerkabragðið” girðir ekki fyrir að Sturla hafi stýrt
pennanum. Ekkert mælir því gegn því að þessi póstur
hafi verið í Is, og þá hefur hann ugglaust verið tekinn
upp í GA. Frásögn GA af elli Guðmundar, andláti og
útför, sem örugglega vantar aftan við f. 74 í Aa1,
hefur því tekið h.u.b. 57 (41 + 16) línur í handritinu
eða eitt blað og þriðjung blaðsíðu, þar sem 24 línur
eru á hverri síðu í Aa1, sbr. § 2.1.2.
2.2.4. Framhald þessarar frásagnar af útför Guð-
mundar í SturlKál I, pp. 490.21-492.7, jartein við
greftrun biskups og bænahald hans, er tekin eftir
Sturllp, enda er ekki öðrum Sturl-handritum til að
dreifa, sem hafa þessa pósta á þessum stað. A hinn
bóginn eiga þeir sér samsvörun í upphafi jarteina-
þáttar Guðmundar (JG), sem fylgdi SturlII í Reykjar-
fjarðarbók og er varðveittur þar að nokkru og að öllu í
uppskrift hennar í AM 204 fol.,12 enda þótt hann hafi
ekki verið tekinn upp í önnur SturlIIp. Þessir póstar
standa einnig í GB, þar sem JG tekur beint við af
10 Sjá tilvísanir í Brennu-Njáls sögu, ed. Einar Ól. Sveinsson
(íslenzk fornrit XII, Rv. 1954), p. 343. Til viðbótar má nefna
nokkra staði, fundna eftir dæmum AMKO um ‘þekkiligr’: Bisk, p.
298 (Þorláks saga C = Byskupa sogur 2, ed. Jón Helgason (EA A
13,2, 1978), p. 282); Sogur Danakonunga, ed. Carl af Petersens
og Emil Olson (Stuagnl XLVI, Kh. 1919-25), p. 148 (Knýtlinga
saga); Hemings þáttr Áslákssonar, ed. Gillian Fellows Jensen (EA B
3, 1962), p. 58.
11 AMKO hefur ekki fleiri dæmi en þessi tvö um orðalagið að
‘þakka líkferð’.
12 Sjá §§ 5.1.1. og 5.5.1-2.