Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 79
§ 3.5.11
AM 394 4to (Aa2)
LXXIII
No. ‘jartein’ hefur ‘g’, t.d. jarteignir llv (63.15 og 18) og
jarteignum 12v (76.14), en í forriti er það oftast ‘g’-laust.
Fyrir samböndin ‘gs’ og ‘ggs’ er oft skrifað x, t.d. í huxar 6r
(17.20) , uixlum 6r (17.24), erlinx lv (5.3) og lext 28r (= leggz
204.29).
Lo. ‘margt’ er ýmist skrifað mart (eins og í Aa1), t.d. 9r
(47.20) , eða margt, t.d. 22r (171.10). Ritað er uormornne 14r á
spássíu (sbr. § 3.4.2).
3.5.12. Venjulega er skrifað hl og hr, enda þótt l og r sé oft í
forriti, en no. ‘hlutr’ er þó stöku sinnum ‘h’-laust og so. ‘hlaupa’
æði oft, einu sinni a.m.k. jafnvel þó að hl sé í forriti, liop 14r
(134.9). r fyrir ‘hr’ er mjög fátítt, sbr. þó Rid 27v (204.17), eyrar
Repp 34r (221.7-8) og Rafns 236.3 og 238.7 (en hrafns 33r
(216.7)). hradfara 7.13 kynni að vera villa fyrir reiðfara í forriti.
3.5.13. I sambandinu ‘kv’ er oft skrifað q fyrir ‘k’ eins og í
forriti, enda eru þá ‘v’ og eftirfarandi sérhljóði oftast bundin. An
stuðnings af forriti er q a.m.k. í quelia llr (k- 58.42), q(uadzt)
13r (= lez 80.13) og quelldit 21r (-^ 164.22).
I innstöðu og bakstöðu er ‘k’ stöku sinnum skrifað c eftir
forriti, t.d. í hacon 20v (160.2) og heclu 28v (208.4) og jafnvel
fyrir k í forriti, lic 19v (152.12).
‘kæ’ virðist einlægt vera skrifað kiœ, en ‘ke’ oftar ke en kie,
t.d. í kemur llr (59.1) og miklu víðar, skera 13r (82.4) og kelldu
13v (83.5), en kier llv (63.17), skierid 28r (204.34), ackierum
5r (14.140) og þikier 32r (212.13).
‘kk’ er skrifað ck (kk þó í viðurnefninu bekkan 3v (= beccan
13.23)), en mjög oft bundið með c yfir línu, sbr. § 3.6.8. Auk
þess er oftar skrifað ck en k í ýmsum samhljóðasamböndum,
einkum ‘nk’, ‘rk’, ‘kl’, ‘(k)kn’ og ‘(k)kt’, sbr. t.a.m. minckadi
186.24, auerckar 181.36, myckla 191.9, heimsocknar 180.10 og
slickt 186.8, en huorki 7v (25.36), mycla 6v (21.11), sloknadi
9r (47.16) og hnekt 7v (25.67) - og þiogt 8r (41.30). Ritað er
flocks 7.16 og marks 7r (24.5), en loxins (eins og í forriti) 8v
(43.21 og 44.13).
Stofn so. ‘þykkja’ er fullum stöfum einlægt skrifaðurþik, t.d. í
þikir 196.21 og þikizt 32r (212.13), en oftast bundinn þc og
leystur upp þik.
‘ok’ er ýmist skrifað ok eða og (og stöku sinnum och í línulok,
t.d. lv (3.26)), en lang-oftast er það bundið; venjulegt ‘ok’-band
(z) er leyst upp og, en oc leyst upp ok. Ritað er eg 232.10, mig
196.27, sig 181.38 og miog 32r (211.7), og fleiri dæmi eru um
flestar þessara mynda, en engra hefur orðið vart, sem hafa k.
Hins vegar er lang-oftast bundið ec, mc, sc og mic, og í þeim
myndum er c yfir línu leyst upp k, ik og ok.