Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 67
§ 3.4.1
AM 394 4to (Aa2)
LXI
45), Reisann G(udmundar) prestz 8r (c. 41.1), draumur
iodijsar 9r (c. 45.1), Rannueigar leidslann lOv (c. 58.4-
5), G(udmundur) prestr uestur 13r (undir c. 82), uir
iste in populo suo mitissimus apparuit dei gratia plenus
iste 13v (undir c. 83, en á við c. 86.10-11, sem hefur
staðið neðarlega á glataða blaðinu næst á eftir f. 13),1
nu er ute selkollu þattur. enn tekur aptur til efnisins
18v (sbr. § 3.2.5, nmgr. 8), eyolfur sokti c(udmund)
byskup j tialld til Arn(ors) a huitar uollu 21r (undir c.
164), um t(uma) sigh(uats) s(on) 24r (undir c. 182),
einar sk(emmingu)r (og hönd fyrir ofan vísar inn í
textann) 25r (c. 186.12), um hafur 25r (c. 189.2), Um
grims eyiar bardaga 26r (undir c. 197), yn xsþm
klþsiclzr rþm2 (= um aron hiorleifs sorí) 26v (undir c.
199), GRIMS EYIAR BARDAGI 28r (undir c. 206),
Nu s(eigir) fra ARone Hiorleifs syne (með stóru letri)
31v (undir c. 211). - 3. A hverri blaðsíðu að heita má
hefur skrifari boðað til upphafs næstu blaðsíðu með
því að skrifa orð eða orðhluta neðan við lok síðustu
línu. Ný blaðsíða hefst þó jafnan með heilu orði, og
boði og upphafsorð næstu síðu fara ekki alltaf öld-
ungis saman, t.a.m. 4v skiallda bi + arnar: 5r skiallda
biarnar, 5v nema + og skyn : 6r skynsamara, 9r het +
annar: 9v gutthormr. - 4. Þar sem vísur eru í texta
hefur skrifari sett u á spássíu, eins og gert er í
forritinu.
3.4.2. Aðrar spássíugreinar með hendi aðalskrifara
eru af ýmsu tagi; sumar virðast snerta verk hans, en
aðrar koma því ekki við, málshættir, vísur (eftir hann
sjálfan?) o. fl.: Gudmundr 6r, þessa .v. flati a deigi.
þridiu d(ag) j .ij. uiku paska. enn .xi. flati af fornu3 9v,
1 Þessi orð eru með öðrum bleklit og hugsanlega annari hendi en
spássíugrein ofan við þau (sjá § 3.4.2), sem örugglega er með hendi
skrifarans.
2 Þetta er villuletur eða íraletur, sbr. Ole Worm’s Correspondence
with Icelanders, ed. Jakob Benediktsson (BA VII, 1948), pp. 221-22
og 459-60.
3 Ekki er þetta allt skýrt, en verður þó varla lesið á annan veg.