Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 84
Lxxvm
Inngangur
§ 3.5.21
(154.10), knuts 6v (21.16), teits 20r (155.4) og nausts 27v
(203.14), enda þótt jafnan sé tz eða z í slíkum myndum í forriti.
‘lls’ er stundum skrifað llz, t.d. í helga fellz 4r (13.46) og hallz
187.6 og 14, en oftar lls, t.a.m. í falls 15r (138.20), sauda fells
19v (153.6) og halls 19v þrisvar (153.3-5) o.v.
‘nns’ mun einlægt vera ritað (n)ns, sbr. t.d. mans 4v (14.82),
mannsins 27v (204.3) og Þorfins 6v (22.3) og lOr (53.16).
Utan fyrrnefndra tannhljóðasambanda (og mm. og hst., sbr.
§§ 3.5.23-24) er z aldrei notuð;14 hún virðist því vera sérstakt
hljóðtákn, en ekki vera notuð sem ritbrigði fyrir ‘s’.
3.5.22. Nöfnin ‘Arnþórr’, og ‘Bergþórr’ hafa jafnan þ í Aa1 og
‘Hafþórr’ oftar þ en ð. I 394 er þ í ‘Arnþórr’, sbr. t.d. Arnnþors
34v (224.5) og stöku sinnum í hinum, bergþore 16r (146.3) og
hafþ(ors) 33v (220.19), en oftast er d í þessum tveimur nöfnum,
sbr. t.d. Bergdor 15v (142.22) og hafdor 33v (220.5 og 12); auk
heldur er skrifað bergdors 15v, þar sem þorbergs er í forriti
(142.18).
3.5.23. Miðmyndarendingar eru tvær, zt og st, og notaðar
jöfnum höndum. E.t.v. er zt heldur tíðari í fleirkvæðum sagn-
myndum, en st í einkvæðum, þar sem hún er ekkert síður notuð
en zt, enda þótt ‘t’, ‘d’, ‘ð’ ‘11’ eða ‘nn’ sé í stofni, sbr. t.d. liest
8r (42.12), en liezt 8r (42.10), sætst 6r (17.27), en sœttzt 6v
(21.12), riedst 20r (155.2), en Riedzt lOr (54.12), og fanst 8.17,
en fanzt 7v (25.68). Stundum er endingin táknuð með z yfir
línu og er þá leyst upp með zt.
3.5.24. Hástigsendingar eru einnig zt og st. Þar virðist zt
vera ríkjandi ending í fleirkvæðum myndum, sbr. t.a.m. froþazt-
ar 7r (23.5), uitraztir 7r (25.31) og oteygiligazt 8r (41.32), en
auduelligast 15r (141.20). I einkvæðum hástigsmyndum (einnig
með endingu) virðist st hins vegar vera einráð ending; tannhljóð
í stofni breytir þar engu um, sbr. t.d. best 7.53 o.v., bestar 7r
(23.4), hellst 183.6 o.v. og minst 7v (25.64).
3.6. Bönd.
3.6.0. Skriftin í 394 er síst minna skammstöfuð og
bundin en í forriti þess, Aa1, og við upplausnir er
fylgt þeim meginreglum sem lýst er í §§ 2.6.5-7, en
að sjálfsögðu leitast við að fara sem næst stafsetn-
ingarreglum skrifarans við upplausnir, eins og nokkur
grein hefur verið gerð fyrir í § 3.5. Hér á eftir verður
14 uatnz 235.3 er afbrigðileg mynd, sbr. § 3.5.16.