Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 43
2.2.5
AM 399 4to (Aa')
XXXVII
2.2.5. Björn M. Ólsen virðist hafa gert ráð fyrir því,
að einhver jarteinaþáttur hafi fylgt forriti GA, sem
hann nefndi a, og þá væntanlega einnig handritinu Aa1
sjálfu meðan það var heilla en nú er. Skoðun hans má
ráða af því, að hann taldi líklegt að í þeirri gerð
sögunnar, sem hann nefndi þ og ætlaði að verið hefði
systurrit GA og móðurrit GB, hefði verið “bætt við
ýmsum jarteinum”.22 Hugmyndir Björns um samband
GA, GB og Sturl vóru reistar á ótraustum grundvelli,
þar sem vóru textaútgáfur með ónógum orðamun
handrita. GB hefur reynst nákomnari Sturl og fjar-
skyldari GA en Björn M. Ólsen hugði,23 og verða því
engar ályktanir um glatað niðurlag GA dregnar af
samanburði við GB. Hugmynd um að JG í einhverri
mynd hafi fylgt GA og verið í handritinu Aa1 í
öndverðu verður hvorki sönnuð né hrakin, en víst má
telja að JG hefur ekki fylgt Aa1 um miðbik 17. aldar,
sbr. § 2.2.1, og heldur er ólíklegt að svo hafi verið
1592, þegar Aa2 var skrifað eftir Aa1 heilla en það er
nú, sbr. §§2.1.3 og 3.2.1, því að í Aa2 er skotið inn
köflum úr Guðmundar sögu Arngríms (GD), sbr. §§
3.2.4-5, þeirra á meðal Selkollu þætti, en það hefði
verið óþarfi ef Aa1 hefði haft að geyma JG með þeim
þætti.24
2.2.6. Hugsanlegt er að glatað niðurlag GA hafi
auk þeirra frásagna sem um var fjallað í § 2.2.3 haft
að geyma einhvem hluta Is-texta milli þess að sagt er
22 SSI III, p. 303. - Sbr. einnig Björn Sigfússon, ‘Guðmundar
saga biskups Arasonar’, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middel-
alder V (1960), coll. 542-43.
2,! Ole Widding, ‘Nogle problemer omkring sagaen om Gudmund
den Gode’, MoM 1960, pp. 13-26. - SIB, pp. 22-23 og 30.
24 Að vísu má hugsa sér Selkollu þátt síðari viðbót við JG, sbr.
Bisk, p. lvii, þar sem Guðbrandur Vigfússon vekur athygli á því, að
hann er aðeins í GBb2 (AM 204 fol.) en ekki í GBa (AM 657 c 4to),
en GBa er skert og jarteinir þar að nokkru í annari röð en í GBb,
svo að varla er neitt því til fyrirstöðu að þátturinn hafi verið í GBa
heilu og hafi fylgt JG frá öndverðu.