Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Page 178
CLXXII
Inngangur
§ 9.2.7
9.2.7. Til hliðstæðna annálagreina í GA er vísað til
StormAnn. Hiiðstæður í StormAnn IX (Flateyjarann-
ál) er þó sjaldnast þar að finna, því að fram að 1283
prentaði Storm aðeins þær greinar eftir IX, sem hann
hefur um fram aðra annála, þannig að þeirra greina
sem sameiginlegar eru verður að leita í útgáfu Flat-
eyjarbókar.3 Utan um tákn fyrir einstaka annála er
settur svigi, ef annálsgrein þar er svo frábrugðin
greininni í GA að tvímælis geti orkað að frá sama
atburði sé sagt í báðum, og á stöku stað er sett
spurningarmerki við heildartilvísun til StormAnn í
slíkum tilvikum.4 Varðandi tilvísanir til StormAnn
VIII skal þess getið, að þegar handritum hans ber ekki
saman er athugasemdalaust tekinn vitnisburður þeirra
handrita sem ber saman við aðra annála.5
9.3. Leshættir annara handrita.
9.3.1. A þeim köflum GA, þar sem Ab1 og Ac eru til
samanburðar, eru öll lesbrigði þessara handrita
tíunduð neðanmáls,1 og jafnframt er þess getið í
svigum hvort lesháttur aðaltexta eða aukatexta fái
stuðning af lesháttum hliðstæðra texta, þ.e.a.s. Sturl,2
GB og GC. Sami lesháttur er þá auðkenndur með =, en
3 Flateyjarbók, ed. Guðbrandur Vigfússon og C. R. Unger, III
(Kristjaníu 1868), pp. 475-583.
4 Tilvísun (með slíku spumingarmerki) til StormAnn við GA, c.
26.5, á að falla niður, því að þar er ekki sagt frá sama atburði og í
annálum, sbr. Nat. Beckman, ‘Annalstudier’, Studier i nordisk
filologi ni:4 (Helsingfors 1912), p. 8, og ‘Quellen und Quellenwert
der islándischen Annalen’, Xenia Lideniana (Stokkh. 1912), p. 17.
5 Sem dæmi mé nefna að utanför Guðmundar biskups er ársett
1214 í tveimur handritanna eins og í öðrum annálum (nema X), en
1215 í einu þeirra án þess að þess sé getið hér (sbr. nmgr. við GA,
c. 158.5-6).
1 Reyndar hefur láðst að taka það beinlínis fram að kapítulafyrir-
sagnir Aa1 eru hvorki í Ab1 eða Ac, en það liggur að vísu í hlutarins
eðli þegar kapítulaskipti fara ekki saman í Aa1 (eða Aa2) og
brotunum.
2 I Ab1 eiga reyndar aðeins fáar línur sér samsvörun í Sturl.