Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 162
CLVI
Inngangur
§ 8.4.1
og póstar úr ís í GA: cc. 118-125.16, 126-38, 141-
145.15, 146.1-11, 147, 148.3-4,4-9,10-11,4 149-54,
156-57, 161-66,5 168-73, 175.1-28, 177.29-33,
181.11-12,620-21, 182.16-30, 183.7-184.6, 184.17-
19, 187-191.5, 191.7-22, 195.9-11,17-18, 205.6-13,7
206.1-10,8 207, 216.1-2, 216.6-217.31,9 218-220.22,
31-39, 221-2310 227.1-12, 228-33, 238-40 og 243-57.
A fáeinum stöðum, þar sem Is og Ar eru notaðar til
skiptis, koma fyrir leshættir í Is-texta GA, sem koma
betur heim við Ar en ís-texta Sturl (og GB, þar sem
hún er til samanburðar), þannig að þeir eru trúlega
komnir úr Ár, sbr. nmgr. við GA, cc. 216.8, 217.28 og
220.7,9,35,37,38. Auk þess er ís-texti GA, c. 218.1-4,
blandinn Ár-texta.
8.4.2. Eins og áður segir (§ 8.4.0), á ís-texti GA
sér að heita má allur samsvörun í Sturl. Þó eru fáeinir
póstar sem GA hefur fram yfir Sturl, en Björn M.
Olsen hefur sýnt fram á að muni vera úr Is. Þetta á
við um GA, c. 147.17-18, um bréf erkibiskups til
4 Hér er ís-texti blandinn annálatexta, sbr. § 8.1.4, nmgr. 22. -
Um þessa pósta sjá Björn M. Ólsen, SSÍ III, pp. 279-80 og 290, þar
sem textamismunur GA, GB og Sturl er reyndar skýrður út frá
hugmyndum um samband gerðanna, sem hér hefur verið hafnað.
5 GA, c. 161.21-22, er viðbót GA um biskupsárafjölda Guð-
mundar, sem safnandi er annars vanur að tengja við annálagreinar,
sbr. § 8.1.4.
6 Um c. 181.10-11 sjá § 8.5.2, nmgr. 7.
7 Þetta er visa sem kann einnig að hafa verið í Ár, sbr. § 8.5.4.
8 I þessum línum koma fyrir ummælin ‘Þat segja menn’ og ‘Þat
er sagt’ án þess að þau eigi sér samsvörun í Sturl. Vera má að þetta
séu viðbætur GA-safnanda, settar sem eins konar tilvísun til Is, sem
er aukaheimiid hans um þetta skeið, og 11. 8-9 (a.m.k.) munu vera
blandnar Ár-texta, sbr. § 8.5.2, nmgr. 9. Þó kynnu þessi ummæli
að vera upphafleg í ís; rétt á eftir stendur í Sturl (SturlKál I, p. 359.1)
‘Þat er sögn manna’, þar sem þess er getið hve margir menn hafi
fallið af mönnum þeirra Sighvats í Grímsey.
9 Orðin ‘svá sem segir í sögu Áróns’ (c. 216.8) eru að sjálfsögðu
ekki úr Is, heldur vísar safnandi GA hér til hinnar heimildar sinnar.
10 Vísan í c. 223.6-13 er einnig í Ár, sbr. §§ 8.5.2 og 8.5.4.