Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 154
cxLvm
Inngangur
8.1.1
texti GB er skertur um tvö skeið, GA, cc. 43.5-53.18
og 96.28-101.18.14
8.1.2. Annálagreinar frá árunum 1161-1176 standa
á víð og dreif í GA, cc. 8-13, og þessar greinar eru
allar að kalla jafnframt í Sturl og GB.15 Annálagreinar
frá 1177-78 í GA, cc. 13.71-14.6, eiga sér sumar
samsvörun í Sturl og GB, en aðrar ekki, og lagskipt-
ing annálaefnisins í GA birtist hér einnig í því, að
sagt er frá sama atburði tvisvar: ‘Þá tók Sverrir
konungsnafn’ (GA, c. 14.5) er sameiginlegt orðalag
ritanna þriggja, en greinin ‘Þá hófz Sverrir konungr’
(GA, c. 13.71) er sérstök fyrir GA, og á henni er
orðalag þeirra sjálfstæðu annála sem geta atburðarins
(‘Sverrir hófz (til ríkis)’ / ‘hófz Sverrir’). Sama máli
gegnir um annálagreinar áranna 1179-93, GA, cc.
14.12-19,22-25,202-09, 15.7-13, 19,16 21.14-19,
22.20-27, 24.12-13, 26, 27.4-12,17 32, 34.18-21,18 38
og 40.22-26. I öllum þessum póstum eiga sumar
annálagreinanna sér samsvörun í Sturl og GB, en
aðrar - og með örfáum undantekningum þær sömu -
ekki, og þær eru að líkindum viðbætur í GA. I
frásögnum af árabilinu 1194-96 er PG-texti Sturl
mjög styttur og GB skert, þannig að annálagreinar frá
þessu skeiði, GA, cc. 46.14-21, 49.1-4 og 53.14-18,
eiga sér samsvörun í hvorugri. PG-texti Sturl er
14 Á síðarnefnda skeiðinu eru reyndar engar annálagreinar í GA.
15 Eina grein í GA, c. 13.23, vantar í Sturl, en hún er í GB, í c.
13.30 hefur GA iBiergin fram yfir Sturl og GB, og líkur eru á að
þetta sé viðbót eftir þeim annál sem hefur verið notaður í GA, sbr.
§ 2.5.2.
16 Fyrsta greinin í c. 19 er samhljóða (að öðru en orðaröð)
StormAnn V, en samsvarandi grein í Sturl og GB er á annan veg,
sbr. § 7.5.1, og sá texti er trúverðugri, sbr. Olafía Einarsdóttir, op.
cit. (sbr. nmgr. 8), pp. 308-09.
17 Greinarnar í c. 27.8-12 eiga við 1189, en aðrar greinar frá
sama ári eru í GA, c. 29.50-52, og þær eru jafnframt í Sturl og GB.
18 Hér styttir Sturl um skeið, þannig að engar annálagreinar í
þessum pósti (frá 1191) eiga sér hliðstæður í henni.