Editiones Arnamagnæanæ. Series B - 01.06.1983, Blaðsíða 137
§ 7.2.14 Ágrip Guðmundar sögu í AM 111 8vo CXXXI
7.2.14. ‘einn’ er oftast skrifað eirn(n), t.d. í seirna 46, eirnni
119 og kolbeirnn 75, en einn í kolbeinn 68 og 76. Sbr. einnig §
7.2.16 um ‘rn’. A eftir öðrum samhljóðum en r er ritað nn (n) í
Rignner 87 (en rigna 94) og gumnna 89.
Endingamar ‘inn’, ‘in’, ‘ann’ og ‘an’ eru alltaf skrifaðar in og
an, sbr. t.d. kiorin (kk.) 3, vnnin (kvk.) 37, bærin 6, bardagan
81, halfan 133 og þadan 73.
Greinir í kk. er skrifaður hin 24, og einfalt n er í mannana
vl.O. Hins vegar er skrifað kvenn kyrtil 159.
7.2.15. p er stundum tvíritað eða með depli yfir í ‘biskup’,
sbr. t.a.m. (-)biskvpp 3 og 42 og biskvppi 34.
Jafnan er ritað pt, ekki ft, t.d. í epter 10, 22 o.v., rapta 91 og
opt vl.7 og v2.4, sbr. einnig § 7.2.12.
7.2.16. r er aldrei tvíritað; þannig er skrifað þeiri 53 og 117,
þeira 64, 84 og v2.4, sverer 30, 43 og 61, snori 105 og snora
136.
‘rl’ er skrifað ll í jalls 65, jall 67 og alltaf í nafninu ‘Sturla’,
sbr. dæmi í § 7.2.19. ‘rn’ er skrifað rn(n), biorn 71 og biornn 4
og 19.
‘r’ er fellt niður í fista 25 og fist 26, en r skotið inn í verstvr
15.
7.2.17. t er tvíritað í brottnad 18 og bvrttv 163.
‘tns’ er skrifað ss í vass firdings 153 og vassfirdingvr 155.
I enda orðs er eldra ‘t’ einlægt skrifað d í áherslulitlu
orðunum vid (fn.),þad, ed (gr.) og ad og einnig í endingunni ‘at’,
t.d. í brottnad 18, kallad 22, annad 143 og hingad 43. Hins
vegar er endingin ‘it’ að öllum jafnaði skrifuð it, t.d. í svmarit 10
og 40, brvllavpit 66, vorit 73, mikit 82, lidit 1, verit 74 og gefit
157; undantekningar eru havstid 6 og 154, sem er eina orðið af
þessu tagi með ‘t’ í stofni, mikid 39 og svmarid 140.
Þt. af ‘ræna’ hefur ‘t’, ræntv 156.
7.2.18. z er ekki notuð nema í haralldz 64 og hugsanlega í
bezst v3.1. Annars er skrifað ds, ts og lls, s í best v3.7 og ss í
gissvr 20, blie'lssadan v3.2 og vass, sbr. § 7.2.17.
7.2.19. Varðandi beygingar má nefna þetta:
Ef.-endingu er sleppt í prest 2 og 34 og biskvp 56, en hins
vegar er skrifað prests 17 og biskvps 102 o.v.
‘mánuður’ er í ef. manvdar 99.
‘Björgvin’ er í ef. biorgvinar 142.
‘dóttir’ og ‘móðir’ eru í þf. dotter 65 og 69 og moder 69 og 71
(tvisvar).9
9 Endingin er raunar aðeins skrifuð fullum stöfum í síðasta
tilvikinu, og þar sem bönd fyrir vr og er geta verið lík, mætti lesa
dottvr í 65.